Frétt
Eldur á veitingastað við Tryggvagötu
Eldur kviknaði út frá grilli í Steikhúsinu í Tryggvagötu um átta leytið í gærkvöldi. Ekki varð mikill eldur en talsverður reykur og sót og urðu af því nokkrar skemmdir. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Opnað var inn í vegg til að ganga úr skugga um að ekki leyndist glóð milli þilja og var húsnæðið reykræst í framhaldinu. 15 – 20 manns voru á staðnum þegar eldurinn kom upp og voru allir komnir út, alls ómeiddir, þegar slökkvilið kom á staðinn.
Mynd: úr safni/veitingageirinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.