Frétt
Eldsvoði: „Bakaríið slapp“, segir Axel yfirbakari
Eldur braust út í morgun í nýrri viðbyggingu í verslunarmiðstöðinni The Avenues í Kúveit þar sem framkvæmdir standa yfir.
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson, sem starfar hjá hinni frægu Bouchon Bakery keðju, hefur á undanförnum mánuðum verið í fullum undirbúningi að opnun nýs Bouchon bakarís í verslunarmiðstöðinni The Avenues. Stefnt er á að bakaríið opni 24. september næstkomandi. Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller.
Axel er á staðnum, en hann sagði í samtali við veitingageirinn.is að eldsupptök sé ókunn, en eldurinn virðist hafa kviknað í þakinu fyrir ofan bakaríið. Engan sakaði.
The Avenues sem er stærsta verslunarmiðstöðin í Kúveit opnaði árið 2007 og þar eru nú yfir 800 verslanir.
Fjögur bakarí í 3 löndum á 4 mánuðum
Í Dubai opnar bakarí 16. ágúst og er það fyrsta Bouchon bakaríið sem opnar fyrir utan Bandaríkin. Í Kúveit opnar eins og áður segir 24. September og er Axel er yfirbakari & konditor þar. Í Qatar opnar 16. október og svo annað bakarí í Kúveit 5. nóvember.
Það verður í nógu að snúast hjá Axel næstu mánuði, en hann kemur að opnun á bakaríunum í Dubai og Qatar, þá verður Axel á staðnum að koma fólkinu inn í störfin og leggja línurnar.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt12 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?