Frétt
Eldsvoði: „Bakaríið slapp“, segir Axel yfirbakari
Eldur braust út í morgun í nýrri viðbyggingu í verslunarmiðstöðinni The Avenues í Kúveit þar sem framkvæmdir standa yfir.
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson, sem starfar hjá hinni frægu Bouchon Bakery keðju, hefur á undanförnum mánuðum verið í fullum undirbúningi að opnun nýs Bouchon bakarís í verslunarmiðstöðinni The Avenues. Stefnt er á að bakaríið opni 24. september næstkomandi. Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller.
Axel er á staðnum, en hann sagði í samtali við veitingageirinn.is að eldsupptök sé ókunn, en eldurinn virðist hafa kviknað í þakinu fyrir ofan bakaríið. Engan sakaði.
The Avenues sem er stærsta verslunarmiðstöðin í Kúveit opnaði árið 2007 og þar eru nú yfir 800 verslanir.
Fjögur bakarí í 3 löndum á 4 mánuðum
Í Dubai opnar bakarí 16. ágúst og er það fyrsta Bouchon bakaríið sem opnar fyrir utan Bandaríkin. Í Kúveit opnar eins og áður segir 24. September og er Axel er yfirbakari & konditor þar. Í Qatar opnar 16. október og svo annað bakarí í Kúveit 5. nóvember.
Það verður í nógu að snúast hjá Axel næstu mánuði, en hann kemur að opnun á bakaríunum í Dubai og Qatar, þá verður Axel á staðnum að koma fólkinu inn í störfin og leggja línurnar.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla