Frétt
Eldsvoði: „Bakaríið slapp“, segir Axel yfirbakari
Eldur braust út í morgun í nýrri viðbyggingu í verslunarmiðstöðinni The Avenues í Kúveit þar sem framkvæmdir standa yfir.
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson, sem starfar hjá hinni frægu Bouchon Bakery keðju, hefur á undanförnum mánuðum verið í fullum undirbúningi að opnun nýs Bouchon bakarís í verslunarmiðstöðinni The Avenues. Stefnt er á að bakaríið opni 24. september næstkomandi. Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller.
Axel er á staðnum, en hann sagði í samtali við veitingageirinn.is að eldsupptök sé ókunn, en eldurinn virðist hafa kviknað í þakinu fyrir ofan bakaríið. Engan sakaði.
The Avenues sem er stærsta verslunarmiðstöðin í Kúveit opnaði árið 2007 og þar eru nú yfir 800 verslanir.
Fjögur bakarí í 3 löndum á 4 mánuðum
Í Dubai opnar bakarí 16. ágúst og er það fyrsta Bouchon bakaríið sem opnar fyrir utan Bandaríkin. Í Kúveit opnar eins og áður segir 24. September og er Axel er yfirbakari & konditor þar. Í Qatar opnar 16. október og svo annað bakarí í Kúveit 5. nóvember.
Það verður í nógu að snúast hjá Axel næstu mánuði, en hann kemur að opnun á bakaríunum í Dubai og Qatar, þá verður Axel á staðnum að koma fólkinu inn í störfin og leggja línurnar.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti