Frétt
Eldsvoði: „Bakaríið slapp“, segir Axel yfirbakari

Eldur braust út í morgun í nýrri viðbyggingu í verslunarmiðstöðinni The Avenues í Kúveit þar sem framkvæmdir standa yfir.
Bakarinn & konditorinn Axel Þorsteinsson, sem starfar hjá hinni frægu Bouchon Bakery keðju, hefur á undanförnum mánuðum verið í fullum undirbúningi að opnun nýs Bouchon bakarís í verslunarmiðstöðinni The Avenues. Stefnt er á að bakaríið opni 24. september næstkomandi. Bouchon Bakery keðjan er í eigu stjörnukokksins Thomas Keller.
Axel er á staðnum, en hann sagði í samtali við veitingageirinn.is að eldsupptök sé ókunn, en eldurinn virðist hafa kviknað í þakinu fyrir ofan bakaríið. Engan sakaði.
The Avenues sem er stærsta verslunarmiðstöðin í Kúveit opnaði árið 2007 og þar eru nú yfir 800 verslanir.
Fjögur bakarí í 3 löndum á 4 mánuðum
Í Dubai opnar bakarí 16. ágúst og er það fyrsta Bouchon bakaríið sem opnar fyrir utan Bandaríkin. Í Kúveit opnar eins og áður segir 24. September og er Axel er yfirbakari & konditor þar. Í Qatar opnar 16. október og svo annað bakarí í Kúveit 5. nóvember.
Það verður í nógu að snúast hjá Axel næstu mánuði, en hann kemur að opnun á bakaríunum í Dubai og Qatar, þá verður Axel á staðnum að koma fólkinu inn í störfin og leggja línurnar.
Mynd: Skjáskot úr myndbandi
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






