Markaðurinn
Ekran eykur þjónustuna enn frekar

Samkomulag hefur náðst á milli Ekrunnar og eigenda Íslenskra Matvara um kaup á rekstri ÍM. Kaupin eru gerð um fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og má gera ráð fyrir að félögin sameinist í byrjun ágúst.
Helgi Einarsson eigandi ÍM mun taka stöðu viðskiptastjóra hjá Ekrunni í framhaldi.
Íslenskar matvörur hafa sérhæft sig í innflutningi á kjöti og ostum og hefur félagið vaxið hratt undanfarin ár. ÍM hefur flutt inn vörur frá mörgum birgjum og ber hæst að nefna Danish Crown, Tulip og Arla.
Með þessum kaupum er Ekran að auka enn frekar þjónustu við viðskiptavini sína og er þetta stórt skref í að þróa heildarlausn Ekrunnar áfram. Þetta styrkir okkur mikið í nýjum vöruflokkum og gefur okkur ný og spennandi tækifæri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt3 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi





