Frétt
Ekki lengur bara fyrir fólk – Wolt sendir heim fyrir ketti (og hunda)
Þó Wolt sé hvað þekktast fyrir að færa Íslendingum gómsætan mat heim að dyrum, njóta gæludýrin nú einnig góðs af hraðri og þægilegri heimsendingu. Wolt sér fram á mikinn vöxt í heimsendingu frá gæludýraverslunum, sem eru jafnframt nýr vöruflokkur. Sífellt fleiri viðskiptavinir nýta sér Wolt til að fá helstu nauðsynjar fyrir gæludýrin sín sendar beint heim að dyrum.
Vinsælustu vörurnar eru hundafóður og kattasandur, en um er að ræða vörur sem oft eru þungar og fyrirhafnasamar að bera heim. Það er sérstaklega þægilegt fyrir viðskiptavini að sleppa við ferðina og geta fengið fyrirferðarmiklar nauðsynjavörur sendar heim fljótt og auðveldlega.
Athygli hefur vakið að mesta aukningin í pöntunum er frá kattareigendum, en kattamatur er langvinsælasti hluti flokksins. Algengustu pantanirnar spanna allt frá úrvals blautmat og sérfóðri upp í nammi, ýmsar vörur í úðaformi og fylgihluti.
Vöxturinn sýnir bæði hversu þægilegt það er að panta nauðsynjar eins og fóður og kattasand í gegnum Wolt, og traustið sem viðskiptavinir sýna vettvanginum í stærri innkaupum. Af nýlegum pöntunum hljóðaði ein sú stærsta upp á 20.000 krónur og innihélt allt sem köttur þarf til að þrífast, þar á meðal mat og nýjan kattakassa.
„Það er augljóst að gæludýrin eru mikilvægur hluti af lífi viðskiptavina okkar og við erum mjög ánægð með hversu vinsæll flokkurinn er orðinn.
Með því að vinna með innlendum samstarfsaðilum gerum við gæludýraeigendum auðveldara fyrir að nálgast allt sem þeir þurfa og fá það sent beint heim að dyrum á skömmum tíma, hvort sem það er fóður, nammi eða fylgihlutir,“
segir Jóhann Helgason, forstöðumaður viðskiptastýringar Wolt á Íslandi.
Gæludýravörur hafa á skömmum tíma orðið meðal ört vaxandi vöruflokka Wolt á Íslandi. Samhliða veitingum endurspeglar þessi þróun breitt hlutverk Wolt sem vettvangs þæginda þar sem viðskiptavinir geta í senn pantað matvörur, gjafir, áfengi og nú einnig gæludýravörur.
Gæludýravörur eru nú fáanlegar á öllum afhendingarsvæðum Wolt á Íslandi, að Selfossi undanskyldu. Eftir því sem fleiri samstarfsaðilar bætast við má búast við áframhaldandi aukningu á eftirspurn sem tryggir að bæði viðskiptavinir og loðnir fjölskyldumeðlimir þeirra séu vel settir.
„Okkar markmið hefur frá byrjun verið að einfalda daglegt líf og það sama gildir um gæludýrin.
Vöxturinn sem við sjáum sýnir að fólk kann að meta það að fá gæludýrafóður og nauðsynjar afhentar hratt, hvort sem um ræðir poka af úrvalsfóðri eða heilan innkaupalista,“
segir Jóhann að lokum.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassísk ostakaka í nýjum búningi með eplum og rjómakaramellu









