Frétt
Eitt tilboð barst í skólamat fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði
Nýlega var boðin út framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Tveir aðilar tóku þátt í útboðinu en annar dró tilboð sitt til baka. Bæjarráð samþykkti, í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, á fundi sínum þann 11. júlí síðastliðinn að ganga til samninga við Skólamat ehf., að því er fram kemur á vefnum hafnarfjordur.is.
Eins og áður segir, þá hefur Hafnarfjarðarbær gert samning við Skólamat um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2019-2023 en Skólamatur hefur frá 1. nóvember 2017 sinnt þessari þjónustu. Samningstíminn er fjögur ár með ákvæðum um að hægt verði að framlengja í tvígang um eitt ár í senn ef báðir aðilar óska þess. Þannig getur hámarkssamningstími orðið 6 ár frá undirritun samnings. Skólamatur mun sjá um mat fyrir nemendur og starfsfólk ásamt samantekt að máltíð lokinni.
Almenn ánægja með þjónustu, gæði og fjölbreytni
Að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra hefur almenn ánægja verið með gæði matar og þjónustu Skólamatar meðal þeirra sem nýta þjónustuna í dag. Kveðst hún þess fullviss að fyrirtækið muni áfram standa undir þeim væntingum sem sveitarfélagið gerir heilt yfir til þjónustu, gæða og fjölbreytni máltíða.
Hafnarfjarðarbær hefur verið heilsueflandi samfélag frá því að gengið var til samninga við Embætti Landlæknis í mars 2015 og hefur frá þeim tímapunkti unnið markvisst að því að framkvæma og þróa ný verkefni í samstarfi við viðeigandi aðila.
Í tilkynningu segir Rósa:
„Skólamatur þekkir umhverfi okkar og áherslur vel og hefur hingað til verið mjög móttækilegt fyrir nýjum hugmyndum og þróunarverkefnum sem við höfum staðið að innan m.a. skólasamfélagsins“
Þannig starfa leikskólar Hafnarfjarðar t.a.m. eftir nýjum næringarsáttmála og elda eftir samræmdum matseðlum sem byggja á mikilli greiningarvinnu, næringarútreikningum, samstarfi og samtali viðeigandi aðila. Ákveðið hefur líka verið að innleiða tilraunaverkefni með hafragraut og lýsi í morgunmat inn í alla grunnskóla sveitarfélagsins og opna þannig á möguleika allra til að neyta hollrar ókeypis fæðu í upphafi skóladags.
Samhliða var gerð tilraun með ávaxta- og grænmetishressingu að morgni og svo síðdegishressingu sem gaf mjög góða raun og því verður boðið upp á áskrift að slíkri hressingu innan skólasamfélagsins frá og með hausti.
„Hafnarfjarðarbær lítur á það sem eitt af hlutverkum sínum að tryggja heilsusamlega næringu í skólum sveitarfélagsins. Breytt fyrirkomulag með næringarsáttmála innan leikskólanna hefur þannig ekki bara stuðlað að hollu mataræði og heilbrigðum matarvenjum heldur hefur fyrirkomulagið líka auðveldað skipulag og hjálpað til við að draga úr matarsóun með tilheyrandi umhverfisverndun.
Sveitarfélagið, með öllum sínum skólum, stofnunum og heimilum er mikilvægur þátttakandi í uppbyggingu heilsueflandi samfélags. Holl og góð næring hefur áhrif á vellíðan og heilsu og er öllum mikilvæg. Þá einmitt ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast,“
segir Rósa við undirritun samnings í gær.
Myndir: hafnarfjordur.is
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi