Vín, drykkir og keppni
Einstök leggur lóð sín á vogaskálar uppgangs áfengislausra bjóra
Einstök er eitt fjögurra brugghúsa sem valin hafa verið af Big Drop, leiðandi framleiðanda áfengislausra bjóra í Bretlandi, til þátttöku í samstarfsverkefni um bruggun á norrænum bjórum undir 0,5% áfengisstyrkleika.
Verkefnið (sjá nánari upplýsingar um samstarfið hér) er annað í röð slíkra alþjóðlegra samstarfsverkefna á vegum Big Drop sem notið hefur leiðsagnar Melissa Cole sem er þekktur sérfræðingur um bjór. Verkefnunum er ætlað að sýna fram á hve langt þróun áfengislágra bjóra er komin og möguleikana sem þeir bjóða upp á.
Framlag Einstök er kókoshnetu stout sem er fyrsti 0,5% bjórinn frá fyrirtækinu. Auk hans kynnir Big Drop nú Ylliberja IPA frá Svíþjóð, einiberja rúgs IPA frá Finnlandi og „fFerskju Melba Pastry Sour“ frá Noregi.
- Big Drop & Einstök „Arctic Beach“ kókóshnetu Stout
Útlit og áferð: Svartur eins og nóttin.
Þétt, flauelskennd bragðupplifun. Blanda rjómakennds dökks súkkulaðis og ferskleika léttristaðra kókosflagna. Ristaðir malt- og hóflegir kókostónarnir færa bragðlaukana á strandarparadís meðan þú kúrir í sófanum. - Big Drop & Hop Notch (Svíþjóð): „Fläderlätt“ Ylliberja IPA
Útlit og áferð: Föl gyllt.
Ferskleiki í dós. Býður upp á mjög gott jafnvægi milli lyktar og bragðupplifunar. Notkun nýju bresku humlategundarinnar „Mozart“ býður upp á einstaka samsetningu af bitru greipaldini, tærum sítrusnótum og ylliberjum (e. elderflower). - Big Drop & Fat Lizard (Finnland): „Rye‘s Said Fred“ Einiberja og rúgs IPA
Útlit og áferð: Gyllt.
Skemmtilega flókin blanda bragða, kryddtónar frá rúgnum mest áberandi. Ljúfir en látlausir grasakenndir hnetutónar dansa við ákveðnari blómakenndari einiberjanótur. Ríkt og ristað bragð fylgt eftir með ferskri blómakenndri bragðupplifun sem endar á ögn bitrari tónum. - Big Drop & Amundsen (Noregur): „Rush Rider “Ferskju Melba Pastry Sour“
Útlit og áferð: Bleikt kampavín.
Fágaður vöndur af djúpu og líflegu hindberjanammi með örlítið súrum undirtóni. Viðkvæmir lyktartónar leitast við að færa frískandi og skarpt bit áður en fersk en ákveðin vanillan springur út með ferskum berjum og ferskjuböku. Sakbitin sæla í dós.
„Það er okkur hjá Einstök sannarlega mikill heiður að vera valin til samstarfs í þessu merkilega verkefni Big Drop og hinna norrænu brugghúsanna.
Arctic Beach kókoshnetu tout, sem vísar til svörtu sandstrandanna okkar, er fyrsti bjórinn okkar sem skilgreina má sem áfengislausan en klárlega ekki sá síðasti“
segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Einstök Ölgerð.
Rob Fink, stofnandi og forstjóri Big Drop bætti við:
„Þetta eru allt heimsklassa brugghús sem við höfum skemmt okkur vel við að töfra fram bragðmikla bjóra með og brugga þá með náttúrulegum hætti án þess að nota einhver óþarfa gerviefni til að fjarlægja áfengið. Niðurstaðan er einfaldlega frábærlega bragðgóðir áfengislausir bjórar – það er frábærir bjórar sem svo vill til að eru án áfengis.
Okkar starf snýst allt um nýsköpun og við vonumst til að þessar nýjungar, sem aðeins verða í boði í skamman tíma, færi fólki sem elskar góðan bjór nýjar og spennandi upplifanir.“
Arctic Beach bjórinn er á leið til landsins og verður fáanlegur á næstu vikum í verslunum Hagkaups og jafnvel víðar. Fylgist með á Facebook síðu Einstök Ölgerð .
Um Einstök Ölgerð:
Einstök Ölgerð hefur starfað frá árinu 2011 og bruggar nú 8 tegundir bjóra á Akureyri. White Ale, Arctic Pale Ale, Toasted Porter og Wee Heavy eru í boði allan ársins hring, en Arctic Berry Ale, Lime & Juniper Pils, Doppelbock og Winter Ale eru árstíðabjórar fyrirtækisins.
Einstök fæst nú í 25 löndum utan Íslands og hafa vörur fyrirtækisins unnið til margskonar verðlauna á erlendum vettvangi, bæði fyrir innihald og umbúðir. Á einstokbeer.com má finna nánari upplýsingar um vörurnar sem og gagnvirk kort sem sýnir helstu sölustaði í hverju landi (Ale locator).
Um Big Drop Brewing Co:
Rob Fink, lögmaður í London og æskuvinur hans James Kindred stofnuðu Big Drop árið 2016, og var það fyrsta brugghúsið í heiminum sem eingöngu bruggaði áfengislausa bjóra. Báðir voru þeir nýbakaðir feður og vildu því minnka áfengisneysluna, en fundu enga góða valkosti sem komið gátu í stað uppáhalds handverksbjóranna þeirra. Big Drop hefur síðan unnið yfir 60 alþjóðleg bjórverðlaun, meðal annars verið fjórum sinnum valið „best í heimi“ á World Beer Awards ásamt því að bera sigurorð af áfengum bjórum í fjölmörgum blindsmökkunum.
Big Drop bruggar víða um veröld hjá samstarfsbrugghúsum (e. Contract breweries) sem gerir fyrirtækinu kleift að brugga ferskan bjór á hverjum stað með samfélagslega ábyrgum hætti. Big Drop er leiðandi á hratt vaxandi markaði áfengislausra bjóra. Vörur fyrirtækisins má finna á yfir 10.000 sölustöðum í Evrópu, Ástralíu, Asíu, Kanada og Bandaríkjunum.
Í Bretlandi eru vörur Big Drop seldar í helstu öldurhúsakeðjum landsins (t.d. Mitchells & Butlers), veitingastaðakeðjum (t.d. Nando‘s) og smásölukeðjum (t.d. Sainsbury‘s, Waitrose, Morrisons og Ocado) sem og í sérvöruverslunum eins og Holland & Barrett og í heimsendingum. Vörulínan, sem öll er undir 0,5% áfengisprósentu, samanstendur af: Stout, Lager, Pale Ale, IPA, Brown Ale, Golden Ale, Hazelnut Porter og Sour bjórum sem og sérútgáfum og sambruggum eins og þeim sem að framan er lýst. Nánari upplýsingar, m.a. um einstaka bjóra og hvar þeir fást, má finna á vefslóðinni www.bigdropbrew.com.
Myndir: aðsendar
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt20 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur