Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Frestur til að skrá sig í Good France veisluna 19. mars er framlengdur til 20. desember nk.

Birting:

þann

Skráning fer fram á goodfrance.com

Skráning fer fram á goodfrance.com

Þann 19. mars 2015 sameinast þúsund matreiðslumeistarar í fimm heimsálfum um að að útbúa franska máltíð.  Um er að ræða kvöldverð þar sem meistarar jafnt og matargestir kynnast því hve frönsk matarmenning stendur framarlega, hve fjölbreytt hún er og skapandi.

Utanríkis- og þróunarmálaráðuneyti Frakklands stendur á bak við viðburðinn ásamt Alain Ducasse matreiðslumeistara.

Þetta er einstakt tækifæri til að njóta bragðsins af Frakklandi og deila því með öðrum á hátíð sem teygir sig um víða veröld.

Í kvöldverðinum verða boðnir réttir þar sem frönsk matarmenning er í öndvegi en meistararnir eru frjálsir að því að laga matseðilinn að eigin matargerð og þeim úrvalsvörum og hráefnum sem þeir finna á næstu grösum.

ALMENN FORSKRIFT

Veitingahús, sem taka þátt í þessum viðburði, eru beðin að sleppa sköpunargleðinni lausri en fylgja samt eftirfarandi röð á réttum:

  • Venjulegur fordrykkur:
    -Kampavín og ostabollur (fylltar eða án fyllingar)
    -Kælt koníak með lifrarkæfu
  • Kaldur forréttur
  • Heitur forréttur
  • Fisk- eða skelfiskréttur
  • Kjöt- eða kjúklingaréttur
  • Franskir ostar, einn eða fleiri
  • Súkkulaðieftirréttur
  • Úrval af frönskum vínum
  • Franskur líkjör

Nota á sem minnst af fitu, sykri og salti í réttina, gæta vel að hollustu matarins og að hráefnanna sé aflað í fullri sátt við umhverfið.

Veitingahúsin verðleggja matinn að geðþótta en allir, sem taka þátt í hátíðinni, skuldbinda sig til að gefa 5% af tekjunum til einhverra samtaka í nærsveitinni sem vinna að heilbrigðis- og umhverfismálum.

HVERNIG Á AÐ TAKA ÞÁTT?

Þátttakendur skrá sig á slóðinni www.goodfrance.com.
Skráning getur verið í tveimur skrefum: fyrst eru sögð deili á veitingahúsinu og síðan gerð tillaga að matseðli.
Síðasti dagur til að skrá sig er 20. desember 2014.

Það verður nefnd matreiðslumeistara víða að úr heiminum, undir forsæti Alains Ducasses, sem samþykkir umsóknirnar.

15. janúar 2015 verður svo tilkynnt hvaða veitingahús verða með.

TIL HVERS AÐ TAKA ÞÁTT?

Goût de France / Good France er einstakt tækifæri til að eiga þátt í veislu sem stendur um allan heim.

Þátttakendur njóta líka góðs af kynningum sem fulltrúar Goût de France / Good France skipuleggja í öllum fjölmiðlum um víða veröld, ásamt sendiráðum Frakka erlendis, heimskunnum fyrirtækjum og stórum fjölmiðlum.

Frekari upplýsingar veitir:
Elodie Guenzi (Sendiráði Frakka á Íslandi)
[email protected]
eða
Pálmi Jóhannesson
Upplýsingafulltrúi í Franska sendiráðinu
[email protected]

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið