Viðtöl, örfréttir & frumraun
Einsi kaldi og Cristiano Ronaldo elska íslenskan saltfisk
Nú á dögum hélt Eyjapeyinn og matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason til Portúgal með það markmið að kynna íslenska saltfiskinn þar í landi.
Einar Björn, eða Einsi kaldi eins og hann er jafnan kallaður, var í þessari ferð fulltrúi markaðsvekefnisins „Bacalhau da Islandia” sem Íslandsstofa hefur staðið að síðan árið 2013, í samstarfi við framleiðendur og söluaðila saltaðra þorskafurða frá Íslandi.
Í heimsókninni fékk Einsi að kynnast því hversu stórt hlutverk saltfiskurinn spilar í matarmenningu þessarar 10 milljóna íbúa þjóðar sem elskar ekki bara fótbolta heldur einnig saltfisk. Í bók Illuga Jökulssonar „Ronaldo – Sá allra flottasti” sem kom út árið 2010 er knattspyrnuhetjan einmitt spurð um sinn á uppáhaldsmat. Og hverju svaraði hann? „íslenskur saltfiskur”.
Saltfiskurinn í Portúgal á fleiri aðdáendur því Portúgalar eru stærstu neytendur á saltfiski í heiminum og nær neyslan hápunkti um jólin.
„Ég vissi vel að saltfiskurinn skiptir miklu máli þarna en mér datt ekki í hug að þetta væri svona stórt. Allir þekkja Bacalhau hvar sem maður kemur og eini leigubílstjórinn sem talaði ensku var farinn að deila með mér sinni uppáhaldsuppskrift,“
sagði Eyjamaðurinn sem varð fyrir miklum hughrifum í ferðinni.
Vídeó
[fbvideo link=“https://www.facebook.com/watch/?v=615871515818103″ width=“650″ height=“500″ onlyvideo=“1″]
Fyrir utan að bragða á fjölbreyttum saltfiskréttum á veitingastöðum til að fá innblástur þá eldaði Einsi nokkrar mismunandi útgáfur af saltfiski fyrir hina ýmsu gesti: Í Lissabon matreiddi hann fyrir matarbloggara og fengu gestir í verslun El Corte Inglés einnig að smakka íslenska saltfiskinn. Þá eldaði Einsi saltfiskrétti í samstarfi við portúgalska kokkinn Diogo Rocha á Michelin veitingastaðnum Mesa de Lemos. Hvar sem Eyjapeyinn kom heillaði hann gesti með afbragðs saltfiskréttum. Ekki minnkaði áhugi manna á Einsa þegar þeir fréttu að hann hefði verið kokkur íslenska fótboltalandsliðsins á EM í Frakklandi árið 2016 þar sem segja má að tvö lið hafi staðið uppi sem sigurvegarar; Ísland og Evrópumeistarar Portúgala.
Tenging Vestmannaeyja við saltfiskinn í Portúgal er sterk því fyrr á þessu ári keypti Vinnslustöðin fyrirtækið Grupeixe sem er framleiðslu-, dreifingar- og sölufyrirtæki fyrir saltfisk í borginni Aveiro í norðurhluta Portúgals. Að sjálfsögðu fór Einsi í heimsókn þangað en fyrirtækið kaupir þorsk frá Íslandi til að þurrka og selja á markaðnum í Portúgal. Þegar horft er til magns á portúgalska markaðnum þá er norski saltfiskurinn með mesta markaðshlutdeild en sá íslenski hefur hinsvegar yfirburði þegar kemur að gæðum og er þ.a.l. seldur á hærra verði en vara samkeppnisaðilanna.
Þessi ferð til Portúgal opnaði augu Einsa gagnvart því frábæra hráefni sem íslenski saltfiskurinn er:
„Ég hef af og til verið með saltfiskrétti á matseðlinum á veitingastaðnum mínum, Einsa Kalda í Eyjum. Eftir þessa ferð er ég staðráðinn í að bjóða upp á saltfiskrétt að staðaldri og ég vil meira að segja ganga svo langt að segja að hann verður með portúgölskum áhrifum,”
sagði Eyjapeyinn hressi að lokum.
Myndir: responsiblefisheries.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni5 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin