Viðtöl, örfréttir & frumraun
Einn flottasti Hátíðarkvöldverður á Íslandi á næsta leiti – Sjáðu mat-, og vínseðilinn hér
Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara fagnar nú 30. ára afmæli, en hann verður haldinn í Hörpu, laugardagskvöldið 7. janúar næstkomandi.
Fjöldi fagfólks vinnur endurgjaldslaust að undirbúningi kvöldsins og leggur metnað sinn í að skapa framúrskarandi upplifun sem um leið er ein helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara. Klúbburinn rekur Kokkalandsliðið og heldur keppni um Kokk ársins, auk fjölda annarra verkefna sem miða að því að efla matarmenningu okkar Íslendinga.
Uppselt í byrjun desember
Yfir 400 gestir fá þetta einstaka tækifæri að njóta kvöldverðar á heimsmælikvarða þar sem úrvalslið matreiðslumanna klúbbsins leika við hvern sinn fingur. Miðasalan hófst um miðjan nóvember 2016 og var orðið uppselt í byrjun desember s.l., en miðaverð er 52.000 krónur. Áætlað er að um og yfir 150 matreiðslumenn og nemar komi beint eða óbeint að því að gera kvöldið ógleymanlegt.
Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem sér um þjónustuna á Hátíðarkvöldverði KM, en klúbbarnir hafa átt farsælt samstarf til margra ára.
Það er Bjarni Sigurbjörnsson sem hannaði listaverkadiskinn sem hver gestur fær að gjöf, en matseðla- og listaverkadiskarnir eru orðnir safngripir hjá mörgum.
Matseðill
Fordrykkur hefst kl. 18.00 í Hörpu.
Lystauki , Kokkalandsliðið
Sjóurriði, silungahrogn, sítrónu-eggjasósa
Júlía Skarphéðinsdóttir, KM Norðurland
Humar, beikon, fennel og epli
Jóel Þór Árnason & Stefán Elí Stefánsson, Perlan
Seljurótarseyði, ostrusveppir, hvönn
Steinar Sveinsson & Sveinn Steinsson, Matur og Drykkur
Langa, hörpuskel, hnúðkál, piparrót
Denis Grbic, Grillið
Villiönd, andarlifur, trufflur
Bjarni Siguróli Jakobsson & Jóhannes S Jóhannesson, Geiri Smart
Kanína, jarðskokkar, blandaðir sveppir
Bjarni Gunnar Kristinsson & Georg Halldórsson Harpa
Skyr, karmellusúkkulaði , perur, rifsber
Ylfa Helgadóttir & Kokkalandsliðið
Konfekt
Sara Hochuli, Kumiko
Vínseðill
Bollinger Special Cuveé, Ay, Frakkland
Chanson Chablis, Bourgogne, Frakkland
Spy Valley Sauvignon Blanc, Marlborough, Nýja Sjáland
Víking Pils Organic, Akureyri, Ísland
Las Moras Reserva Chardonnay, San Juan, Argentína
Gnarly Head Authentic Red, Lodi, Bandaríkin
Rene Muré Signature Pinot Noir, Alsace, Frakkland
Las Moras Late Harvest Viogner, San Juan, Argentína
Chaqwa kaffi
Drambuie – Skotland
Yfirmatreiðslumaður kvöldsins er Friðgeir Ingi Eiríksson.
Sommelier/vínþjónn er Gunnlaugur Páll Pálsson.
Myndir: Rafn Rafnsson.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný