Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Einn færasti barþjónn landsins hristir heimsklassa kokteila á Nielsen

Birting:

þann

Ásgeir Már Björnsson

Ásgeir Már Björnsson
Mynd: Instagram / mixmastrerflex

Það þarf vart að kynna Ásgeir Már Björnsson barþjón, en hann er einn af frumkvöðlum kokteilamenningar á Íslandi.

Ásgeir eða sem flestir þekkja undir nafninu Ási MixMastrer mun hrista og hræra heimsklassa kokteila á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum í allan júní.

Sumaropnun á Nielsen er sem hér segir, opið þriðjudaga til laugardaga frá 11:30-21:00 fram á haust.

Veitingastaðurinn Nielsen á Egilsstöðum

Nielsen er staðsettur í miðbæ Egilsstaða
Mynd: facebook / Nielsen restaurant

Ási var veitingastjóri á Slippbarnum sem var opnaður samhliða Hótel Marina árið 2012 og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi, en þar tók hann kokteilana algjörlega á næsta level, en það sem áður þekkti í kokteilamenningunni hér á Íslandi.

Kokteilar frá Ása eru frumlegir og ögrandi, en Ási er einn færasti barþjónn okkar Íslendinga og vel þekktur í barsenu landsins. Hann hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á þróun kokteila á Íslandi, en hann hefur starfað meðal annars á Slippbarnum, Pablo Discobar og var driffjöðurinn í hátíðinni Reykjavík Bar Summit svo fátt eitt sé nefnt.

Ási hefur að undanförnum árum búið í Danmörku og starfað á frægum dönskum börum og veitingastöðum, t.a.m. Culture Box, Bobo Food Studio, Mikropolis Bar ofl.

Borðapantanir www.nielsenrestaurant.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið