Vín, drykkir og keppni
Einn færasti barþjónn landsins hristir heimsklassa kokteila á Nielsen
Það þarf vart að kynna Ásgeir Már Björnsson barþjón, en hann er einn af frumkvöðlum kokteilamenningar á Íslandi.
Ásgeir eða sem flestir þekkja undir nafninu Ási MixMastrer mun hrista og hræra heimsklassa kokteila á veitingastaðnum Nielsen á Egilsstöðum í allan júní.
Sumaropnun á Nielsen er sem hér segir, opið þriðjudaga til laugardaga frá 11:30-21:00 fram á haust.
Ási var veitingastjóri á Slippbarnum sem var opnaður samhliða Hótel Marina árið 2012 og braut ákveðið blað í kokteila menningu hér á landi, en þar tók hann kokteilana algjörlega á næsta level, en það sem áður þekkti í kokteilamenningunni hér á Íslandi.
Kokteilar frá Ása eru frumlegir og ögrandi, en Ási er einn færasti barþjónn okkar Íslendinga og vel þekktur í barsenu landsins. Hann hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á þróun kokteila á Íslandi, en hann hefur starfað meðal annars á Slippbarnum, Pablo Discobar og var driffjöðurinn í hátíðinni Reykjavík Bar Summit svo fátt eitt sé nefnt.
Ási hefur að undanförnum árum búið í Danmörku og starfað á frægum dönskum börum og veitingastöðum, t.a.m. Culture Box, Bobo Food Studio, Mikropolis Bar ofl.
Borðapantanir www.nielsenrestaurant.is
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM