Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum

Birting:

þann

Orri Páll Vilhjálmsson - World Class kokteilkeppnin 2018

Orri Páll Vilhjálmsson í World Class kokteilkeppninni árið 2018
Mynd: Hlynur Björns

Botanica er nýr veitingastaður í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann verður staðsettur þar sem Le Bistro var áður til húsa við Laugaveg 12 í Reykjavík.

Le Bistro á Laugaveginum

Í október í fyrra hætti veitingastaðurinn Le Bistro rekstri, en hann var staðsettur við Laugaveg 12 í Reykjavík. Arnór Bohic og Orri Páll Vilhjálmsson opna á næstu vikum glænýjan og spennandi veitingastað sem hefur fengið nafnið Botanica.
Mynd: úr safni

Botanica siglir í suður amerískum straumum, allt frá Kúbu og að suður strönd Argentínu, tveir matreiðslumenn frá venezuela og chile munu sjá um að töfra fram gómsæta og skemmtilega nýja rétti sem áður hafa ekki sést hér á landi.

Kokteilar á staðnum verða í Zero Waste stefnu sem einblínir á að hvert einasta hráefni sé nýtt eins og mögulegt er, mikið af tequila, mikið af rommi og stanslaus gleði.

Það eru Arnór Bohic og margverðlaunaði barþjónninn Orri Páll Vilhjálmsson sem standa á bakvið staðinn.

Sjá einnig: Uppfært 20. maí 2021:

Orri Páll dregur sig úr verkefninu á Laugavegi 12

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið