Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Einn besti barþjónn Íslands opnar nýjan veitingastað á Laugaveginum
Botanica er nýr veitingastaður í veitingaflóru Reykjavíkur, en hann verður staðsettur þar sem Le Bistro var áður til húsa við Laugaveg 12 í Reykjavík.

Í október í fyrra hætti veitingastaðurinn Le Bistro rekstri, en hann var staðsettur við Laugaveg 12 í Reykjavík. Arnór Bohic og Orri Páll Vilhjálmsson opna á næstu vikum glænýjan og spennandi veitingastað sem hefur fengið nafnið Botanica.
Mynd: úr safni
Botanica siglir í suður amerískum straumum, allt frá Kúbu og að suður strönd Argentínu, tveir matreiðslumenn frá venezuela og chile munu sjá um að töfra fram gómsæta og skemmtilega nýja rétti sem áður hafa ekki sést hér á landi.
Kokteilar á staðnum verða í Zero Waste stefnu sem einblínir á að hvert einasta hráefni sé nýtt eins og mögulegt er, mikið af tequila, mikið af rommi og stanslaus gleði.
Það eru Arnór Bohic og margverðlaunaði barþjónninn Orri Páll Vilhjálmsson sem standa á bakvið staðinn.
Sjá einnig: Uppfært 20. maí 2021:

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun