Uppskriftir
Einfaldur og góður eftirréttur – Grillaðar jarðarberja og nutella tortillur
Súper einfaldur og súper góður grillaður eftirréttur. Súkkulaði, jarðarber, sykurpúðar og rjómaostur í grillaðri tortillu.
Grillaðar jarðarberja og nutella tortillur
4 stk. hveiti tortillur
4 msk. nutella
4 msk. rjómaostur
8 stk. jarðarber
Litlir sykurpúðar
Aðferð:
Smyrjið hálfa tortilluna með nutella og hinn helminginn með rjómaosti. Skerið jarðarberin í tvennt og raðið þeim á rjómaosts helminginn.
Raðið sykurpúðum á hinn helminginn og brjótið svo tortilluna saman. Grillið á heitu grilli í 1-2 mínútur á hvorri hlið. Gott að bera fram með ís.
Höfundur er Hrefna Sætran.
Myndir: Björn Árnason.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Keppni4 dagar síðan
Food & Fun 2025: Framúrskarandi matreiðslumenn heiðraðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Nýjustu straumar í matvælaiðnaði: Próteinríkt kaffi, ranch-sósuæði og Pacific Glaze sósa frá Wingstop
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Food & fun1 dagur síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Frétt1 dagur síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kjarnafæði-Norðlenska hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf