Vertu memm

Markaðurinn

Einfaldur eftirréttur sem allir elska

Birting:

þann

Jarðarber með marengs og rjóma

Jarðarber með marengs og rjóma

(fyrir 4)

400 g jarðarber

1 msk sykur

2 tsk sítrónusafi

250 ml rjómi frá Gott í matinn

½ tilbúinn marengsbotn

Aðferð:

  1. Skerið jarðarberin niður og setjið í skál ásamt sykri og sítrónusafa. Blandið þessu vel saman og leyfið að liggja í 10-15 mínútur eða þar til sykurinn leysist upp og myndar smá jarðarberjasýróp.
  2. Léttþeytið rjómann og brjótið marengsinn niður.
  3. Setjið í glös eða skálar. Jarðarber neðst, því næst marengs og svo rjómi og svo koll af kolli. Berið fram strax eða leyfið að standa í ísskáp í 1-2 klst. Njótið!

Jarðarber með marengs og rjóma

Skoða nánar hér.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið