Frétt
Einar Björn og Hörður Þór taka við rekstri Hallarinnar í Vestmannaeyjum
Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Einar Björn Árnason og Hörður Þór Harðarson taki að sér rekstur Hallarinnar. Þeir félagar þekkja báðir ágætlega til hússins, að því er fram kemur á eyjar.net.
Einar Björn hefur rekið þar veisluþjónustu og leigt eldhúsið í húsinu. Segja má að Einsi sé nánast búinn að starfa í húsinu allt frá því að það opnaði. Hörður Þór hefur séð um tæknimálin í Höllinni síðasta áratuginn eða svo.
Langar til að halda húsinu gangandi, ekki hvað síst fyrir bæjarbúa
Í samtali við Eyjar.net segja þeir Einsi og Hörður að spennandi tímar séu framundan og að þeim lítist vel á þetta samstarf. Verið er að sinna viðhaldi á húsinu, en Höllin var opnuð vorið 2001.
„Við sem sannir Eyjamenn langar til að halda húsinu gangandi, ekki hvað síst fyrir bæjarbúa.”
bætir Einar Björn við.
Höllin er stærsti ráðstefnu- og skemmtistaður bæjarins og hýsir m.a borgarafundi, fjölmennar erfidrykkjur, Lundaball, Sjómannaball, Þrettándadansleik, 1. Des kaffi kvenfélagsins, árshátíðir stórfyrirtækja o.m.fl.
Myndir: Sverrir Þór Halldórsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt4 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum