Keppni
Ein skemmtilegasta vika veitingageirans að nálgast
Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilahátíð Reykjavík Cocktail Weekend í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 29. mars – 02. apríl 2023.
Hátíðin hefst miðvikudaginn 29. mars og stendur til sunnudagsins 2. apríl, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla Bíó.
Þetta árið verður hátíðin enn glæsilegri því Barþjónaklúbbur Íslands fagnar 60 ára afmæli í ár.
Opnað verður fljótlega fyrir skráningu veitingastaða á vefsíðunni bar.is og hvetjum við að sjálfsögðu sem flesta staði til þess að taka þátt í ár.
Skoðið alla dagskrána hér á Dineout.is.
Mynd: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni7 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar6 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






