Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Eigandi Brút opnar nýjan veitingastað

Á myndinni eru frá vinstri: Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir frá Króníkunni, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri, Brynja Sveinsdóttir, safnstjóri Gerðarsafns og Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ.
Veitingastaðurinn Króníkan opnar í Gerðarsafni innan tíðar en samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður nú í vikunni, 11.maí á afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér en þau hafa bæði mikla reynslu úr veitingageiranum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Sjá einnig: Spennandi tækifæri í hjarta Kópavogs
Bragi sem eigandi og rekstraraðili meðal annars Veðurs, Vínstúkunnar 10 sopar og Brút. Sigrún hefur meðal annars unnið á Bergsson mathús. Áherslan á nýja staðnum, Króníkunni, verður á smörrebröd, rammíslenskar kaffiveitingar, góð vín, bjór og ákavíti.
„Við erum mjög spennt fyrir að taka við rekstri í hinum eina sanna miðbæ Kópavogs, þetta eru okkar slóðir og við hlökkum mikið til taka á móti gestum,““
segja Bragi og Sigrún.
Króníkan verður til að byrja með opin alla daga frá klukkan 12.00 – 19.00 og er stefnt að opnun í júní.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir mjög kærkomið að fá veitingastað í Gerðarsafn.
„Króníkan verður frábær viðbót við starfsemi menningarhúsanna sem ég er sannfærð um að bæjarbúar og aðrir eiga eftir að taka opnum örmum.“
Mynd: kopavogur.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?