Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Eigenda skipti á Cafe Adesso
Eiganda skipti urðu á Cafe Adesso í sumar, nýir eigendur eru Elís Árnason matreiðslu og kjötiðnaðarmeistari, Eggert Jónsson bakara og konditormeistari og Þórhallur Arnórsson framleiðslumeistari.
Eggert er í landsliði matreiðslumeistara.
CAFÉ ADESSO er nútímaleg kaffitería þar sem áhersla er lögð á úrvals hráefni til að tryggja hámarks gæði. Markmið CAFÉ ADESSO er að bjóða upp á góðan og fjölbreyttan matseðil sem samanstendur af kökum, tertum, smástykkjum, smurðu brauði, panini , crepes, pastaréttum ,salötum, skyrdrykkjum ofl. þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Adesso kappkostar við að skapa þægilegt andrúmsloft, mæta væntingum viðskiptavinarins.
Adesso býður upp á sæti fyrir 155 gesti, þar af 105 reyklaus sæti.
Veisluþjónusta Cafe Adesso, en þar er hægt að panta tertur, tapas ofl. uppl. [email protected]
1. september árið 2005 apnaði Adessi skyrbar og er það gert í samvinnu við Norðurmjólk á Akureyri. Einnig er boðið uppá rétt dagsins á vægu verði.
Adesso Smoothie er nafnið á barnum og er hann sjálfstæð eining, en þar er hægt að kaupa drykki til að fara með. Arnar Grant hafði umsjón með matseðlum og þjálfun starfsfólks.
Adesso Smoothie er í horninu sem snýr að vetrargarðinum og hægt að ganga inn þar líka.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi