Frétt
Ef þú ert að framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli þá þarftu að tilkynna starfsemina
Matvælastofnun ítrekar að allir sem framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli eða flytja inn vottuð lífræn matvæli frá löndum utan Evrópu þurfa að tilkynna starfsemina til síns eftirlitsaðila og vera sjálfir með lífræna vottun. Stofnunin hefur farið þess á leit við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga að það gangi úr skugga um að slík vottun sé til staðar.
Innflytjendur þurfa jafnframt að skrá innflutning á vottuðum lífrænum vörum frá þriðju ríkjum í TRACES NT gagnagrunninn þar sem Matvælastofnun sannprófar uppruna og vottun afurðanna og samþykkir afhendingu vörusendingarinnar.
Matvælasvindl er vaxandi vandamál á heimsvísu. Vottunarferli fylgir ítarlegt eftirlit með skjölum og bókhaldi á innkaupum og sölu til að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir.
Hér á landi er einn aðili með faggildingu til að votta lífræna framleiðslu. Það er Vottunarstofan Tún, Þarabakka 3, Reykjavík. Matvælastofnun hefur gert samning við Tún um framkvæmd eftirlitsins.
Reglugerð nr. 477/2017 innleiddi í íslenskan rétt Evrópureglugerð nr. 834/2007/EB um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna matvæla. Fram kemur í 28. gr. þessarar Evrópureglugerðar að allir sem framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli eða flytja inn vottuð lífræn matvæli frá löndum utan Evrópu skuli tilkynna starfsemi sína til lögbærra yfirvalda. Það er heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvælastofnunar að fylgja því eftir að slík vottun sé til staðar meðal sinna eftirlitsþega.
Ítarefni
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um innflutning lífrænt vottaðra afurða frá 3. ríkjum
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um fyrirkomulag vottunar og eftirlits með lífrænni framleiðslu
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um merkingar á vottuðum lífrænum vörum
- Úttekt ESA á eftirliti með vottaðri lífrænni framleiðslu – frétt Matvælastofnunar 27.03.20
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






