Frétt
Ef þú ert að framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli þá þarftu að tilkynna starfsemina
Matvælastofnun ítrekar að allir sem framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli eða flytja inn vottuð lífræn matvæli frá löndum utan Evrópu þurfa að tilkynna starfsemina til síns eftirlitsaðila og vera sjálfir með lífræna vottun. Stofnunin hefur farið þess á leit við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga að það gangi úr skugga um að slík vottun sé til staðar.
Innflytjendur þurfa jafnframt að skrá innflutning á vottuðum lífrænum vörum frá þriðju ríkjum í TRACES NT gagnagrunninn þar sem Matvælastofnun sannprófar uppruna og vottun afurðanna og samþykkir afhendingu vörusendingarinnar.
Matvælasvindl er vaxandi vandamál á heimsvísu. Vottunarferli fylgir ítarlegt eftirlit með skjölum og bókhaldi á innkaupum og sölu til að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir.
Hér á landi er einn aðili með faggildingu til að votta lífræna framleiðslu. Það er Vottunarstofan Tún, Þarabakka 3, Reykjavík. Matvælastofnun hefur gert samning við Tún um framkvæmd eftirlitsins.
Reglugerð nr. 477/2017 innleiddi í íslenskan rétt Evrópureglugerð nr. 834/2007/EB um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna matvæla. Fram kemur í 28. gr. þessarar Evrópureglugerðar að allir sem framleiða, vinna eða geyma vottuð lífræn matvæli eða flytja inn vottuð lífræn matvæli frá löndum utan Evrópu skuli tilkynna starfsemi sína til lögbærra yfirvalda. Það er heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og Matvælastofnunar að fylgja því eftir að slík vottun sé til staðar meðal sinna eftirlitsþega.
Ítarefni
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um innflutning lífrænt vottaðra afurða frá 3. ríkjum
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um fyrirkomulag vottunar og eftirlits með lífrænni framleiðslu
- Upplýsingasíða Matvælastofnunar um merkingar á vottuðum lífrænum vörum
- Úttekt ESA á eftirliti með vottaðri lífrænni framleiðslu – frétt Matvælastofnunar 27.03.20

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?