Bocuse d´Or
Dominique skrifar síðasta pistilinn frá Lyon
Þá er þessu lokið og okkar maður í 8. sæti, flottur, nei glæsilegur árangur hjá honum. Við getum verið stolt af honum Friðgeiri og hans fólki, hann stóð sig eins og hetja, fljótvirkur, vandaður, hraður en ekki (sjáanlega!) stressaður.
En hvernig er hægt að keppa við Frakkan Fabrice Desvignes sem vann Bocuse d´Or og vinnur hjá efri deild franska þingsins með tilheyrandi bakhjarl frá ríkinu, eða Danann sem sömuleiðis hefur sett miljónir í þátttöku sinni og hefur tekið þátt einu sinni áður og fengið brons???
Það tekur ekkert frá þeim, því fötin þeirra voru sennilega eitt af því glæsilegasta sem ég hef nokkurn tíma séð, Desvignes bar verulega höfuð og herðar yfir og Rasmus Kofoed hafði fágun og natni að leiðarljósi og fagmennskan var á hæstu stigi. Það er mjög athyglisvert að sjá hversu sterkt Japan kemur inn, með sérstakt verðlaun fyrir besta þjóðareinkenni réttanna og 6. sæti. Fötin þeirra voru sterklega undir áhrif frá japanskri hefð og efnin sem voru notuð einnig mjög tengd þeirra matreiðslu. Norrænar þjóðir eru eftir sem áður áfram bestu þjóðir heims í matreiðslu, í annarri röð og það loðaði við vonbrigði hjá Norðmönnum með 4. sæti.
Stemmingin var allan daginn gríðarlega skemmtileg í höllinni, kynnirinn var mjög góður og hann hefði kannski getað talað aðeins meira ensku sem hann talaði annars mjög vel og allt glæsilegt að vanda. Mikið um stórmenni og gaman að fylgjast með þeim og heyra þeiira athugasemdir um gæði keppendanna- til dæmis frá Heston Blumenthal frá Fat Duck. Paul Bocuse naut þess greinilega að fá hylli frá áhorfendunum, hávaðinn var þvílíkur að þakið lyftist.
Íslendingar létu hressilega heyra í sér, það var stundum hörð barátta um sætin eða jafnvel fersentimetrann á gólfinu. En svona á það að vera, þetta er jú heimsmeistarakeppni og enginn fer héðan svikinn.
Úrslitin:
-
Bocuse d’Or. Facrice Desvignes, Frakkland
-
Bocuse dArgent Tomas Kofoed, Danmark
-
bocuse de Bronze Frank Giovanninni, Svíss
-
Sven Erik Renaa, Noregur
-
Markus Aujalay, Sviþjóð
-
Kotaro Hasegawa, Japan
-
Scott Jaeger, Kanada
-
FRIÐGEIR INGI EIRÍKSSON, ÍSLAND
-
Besti fiskrétturinn: Noregur
-
Besti kjötrétturinn: Svíþjóð
-
Besta þjóðlega útfærsla: Japan
-
Besti neminn: Kína
-
Besta plakat: Japan
Aðsendur pistill frá Dominique, Lyon.
www.vinskolinn.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti






