Vertu memm

Uppskriftir

Dökkar kókoskökur

Birting:

þann

Kókos

Notið kókosmjöl í uppskrift

400 gr smjörlíki
250 gr sykur
2 egg
400 gr hveiti
200 gr kókosmjöl
1/2 tsk. hjartarsalt
6 tsk. kakó
2 tsk. vanilludropar

Hitið ofinn í 180° C. Hrærið saman sykri og smjörlíki þar til það er létt og ljóst. Þeytið vanilludropunum og eggjunum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Þurrefunum blandað vel saman og þeim síðan hrært varlega saman við blönduna.

Kökurnar settar með teskeið á plötu og bakaðar í um 10 mínútur.

Höfundur: Haukur Friðriksson, bakarameistari

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið