Sverrir Halldórsson
Dögurður á Metro
Nú nýlega hóf Metro að bjóða upp á dögurð á laugardögum og sunnudögum og fór ég um síðastliðna helgi og prófaði hann.
Boðið er upp á annars vegar breskan og hins vegar stóran og geta menn séð muninn með að fara inn á www.metroborgarinn.is, ég valdi þann breska og kemur hér lýsing á honum.
Á bakkanum er salat, eggjahræra, beikon, kartöflur, kokteilpylsur, bakaðar baunir, ristað brauð, melónur, amerísk pönnukaka og hlynsíróp.
Þetta smakkaðist alveg prýðilega, utan þess að beikonið var ekki girnilegt, á móti þá tókst Metro mönnum að gera alveg frábæra eggjahræru, hlutur sem dögurðurinn á stóru hótelunum virðist ekki megna að gera, heldur bjóða upp á eggjahlaup sem eggjahræru.
Í dessert fékk ég mér Jarðaberjaostaköku og var hún helst til stíf en alveg svakalega bragðgóð.
Metro til hamingju með þennan rétt og að vera fremri stóru hótelunum í að gera hrærð egg.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.