Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur

Birting:

þann

Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur

Dísu Café hefur tekið til starfa í gömlu bifreiðastöðinni við Vallholtsveg 3 á Húsavík.

Nýtt kaffihús hefur litið dagsins ljós á Húsavík en Dísu Café var formlega opnað nú á dögunum í gömlu bifreiðastöðinni við Vallholtsveg 3 í hjarta bæjarins. Staðurinn ber með sér hlýlegt og persónulegt yfirbragð þar sem gestum er boðið upp á heimilislegt andrúmsloft og kræsingar sem allar eru unnar frá grunni.

Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur

Bakvið Dísu Café stendur Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir, eigandi og frumkvöðull.

Eigandi kaffihússins er Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir sem leggur áherslu á að allt sé bakað með ást og alúð. Á Dísu Café er að finna fjölbreytt úrval kaffidrykkja, nýbakað bakkelsi, patisserie eftirrétti, samlokur og fleira góðgæti.

Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur

Í „ömmuhorninu“ á Dísu Café eru boðnar upp á ekta heimabakaðar kökur úr uppskriftabók ömmu.

Sérstaka athygli vekur svokallað „ömmuhorn“ þar sem boðið er upp á ekta heimabakaðar kökur úr uppskriftabók ömmu. Þar má finna gömlu, klassísku kökurnar sem margir kannast við og eiga sér sérstakan stað í hjarta gesta.

Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur

Dádýrafillet á brauði með rauðvínssósu, osti og majónesi á Dísu Café.

Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur

Ný 3ja fasa rafmagnstenging lögð fyrir stóra ofna og búnað á Dísu Café.

Dísu Café er kærkomin viðbót við veitingaflóru Húsavíkur og lofar góðu fyrir kaffihúsaunnendur nær og fjær.

Kaffihúsið er opið föstudaga til sunnudaga frá kl. 10 til 17.

Myndir: facebook / Dísu Café

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið