Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur
Nýtt kaffihús hefur litið dagsins ljós á Húsavík en Dísu Café var formlega opnað nú á dögunum í gömlu bifreiðastöðinni við Vallholtsveg 3 í hjarta bæjarins. Staðurinn ber með sér hlýlegt og persónulegt yfirbragð þar sem gestum er boðið upp á heimilislegt andrúmsloft og kræsingar sem allar eru unnar frá grunni.
Eigandi kaffihússins er Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir sem leggur áherslu á að allt sé bakað með ást og alúð. Á Dísu Café er að finna fjölbreytt úrval kaffidrykkja, nýbakað bakkelsi, patisserie eftirrétti, samlokur og fleira góðgæti.
Sérstaka athygli vekur svokallað „ömmuhorn“ þar sem boðið er upp á ekta heimabakaðar kökur úr uppskriftabók ömmu. Þar má finna gömlu, klassísku kökurnar sem margir kannast við og eiga sér sérstakan stað í hjarta gesta.
Dísu Café er kærkomin viðbót við veitingaflóru Húsavíkur og lofar góðu fyrir kaffihúsaunnendur nær og fjær.
Kaffihúsið er opið föstudaga til sunnudaga frá kl. 10 til 17.
Myndir: facebook / Dísu Café
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni10 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar9 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra


















