Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur
Nýtt kaffihús hefur litið dagsins ljós á Húsavík en Dísu Café var formlega opnað nú á dögunum í gömlu bifreiðastöðinni við Vallholtsveg 3 í hjarta bæjarins. Staðurinn ber með sér hlýlegt og persónulegt yfirbragð þar sem gestum er boðið upp á heimilislegt andrúmsloft og kræsingar sem allar eru unnar frá grunni.
Eigandi kaffihússins er Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir sem leggur áherslu á að allt sé bakað með ást og alúð. Á Dísu Café er að finna fjölbreytt úrval kaffidrykkja, nýbakað bakkelsi, patisserie eftirrétti, samlokur og fleira góðgæti.
Sérstaka athygli vekur svokallað „ömmuhorn“ þar sem boðið er upp á ekta heimabakaðar kökur úr uppskriftabók ömmu. Þar má finna gömlu, klassísku kökurnar sem margir kannast við og eiga sér sérstakan stað í hjarta gesta.
Dísu Café er kærkomin viðbót við veitingaflóru Húsavíkur og lofar góðu fyrir kaffihúsaunnendur nær og fjær.
Kaffihúsið er opið föstudaga til sunnudaga frá kl. 10 til 17.
Myndir: facebook / Dísu Café
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni


















