Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Dísu Café opnað í hjarta Húsavíkur
Nýtt kaffihús hefur litið dagsins ljós á Húsavík en Dísu Café var formlega opnað nú á dögunum í gömlu bifreiðastöðinni við Vallholtsveg 3 í hjarta bæjarins. Staðurinn ber með sér hlýlegt og persónulegt yfirbragð þar sem gestum er boðið upp á heimilislegt andrúmsloft og kræsingar sem allar eru unnar frá grunni.
Eigandi kaffihússins er Fanndís Dóra Qypi Þórisdóttir sem leggur áherslu á að allt sé bakað með ást og alúð. Á Dísu Café er að finna fjölbreytt úrval kaffidrykkja, nýbakað bakkelsi, patisserie eftirrétti, samlokur og fleira góðgæti.
Sérstaka athygli vekur svokallað „ömmuhorn“ þar sem boðið er upp á ekta heimabakaðar kökur úr uppskriftabók ömmu. Þar má finna gömlu, klassísku kökurnar sem margir kannast við og eiga sér sérstakan stað í hjarta gesta.
Dísu Café er kærkomin viðbót við veitingaflóru Húsavíkur og lofar góðu fyrir kaffihúsaunnendur nær og fjær.
Kaffihúsið er opið föstudaga til sunnudaga frá kl. 10 til 17.
Myndir: facebook / Dísu Café
-
Bocuse d´Or18 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni24 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin


















