Markaðurinn
Dineout í samstarf við Google
Dineout hefur unnið sér inn rétt til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Reserve with Google bókunarhnappinn þegar leitað er að veitingastöðum sem notast við bókunarkerfi Dineout í leitarvél Google. Dineout er fyrst allra íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja til að fá þennan valmöguleika.
Samstarfið felur í sér að þegar notast er við bæði leitarvél og yfirlitskort Google, Google Search og Google Maps, til að afla upplýsinga um veitingastaði, birtist bókunarhnappur á Google síðu veitingastaðarins þar sem notandi fer beint á bókunarsíðu staðarins. Með þessu móti styttist tíminn sem það tekur að afla sér upplýsinga um vefsíður og bókanir veitingastaða.
Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout:
„Þetta er gríðarlega mikill heiður fyrir Dineout og okkar viðskiptavini og er ekki sjálfgefið að hljóta þessa viðurkenningu. Við höfum farið í gegnum langt og strangt ferli hjá Google og er samstarf sem þetta stórar fréttir fyrir íslenska hugbúnaðargeirann í heild og þá veitingastaði sem bjóða upp á borðabókanir hér á landi.
Við hlökkum til að kynna okkar viðskiptavini fyrir þessum nýja valmöguleika sem hlýst einna helst þar sem Dineout er með yfir 95% markaðshlutdeild á innlendum markaði og þjónustar rúmlega 400 samstarfsaðila.“
Talið er tilkoma samstarfsins muni auka bókanir á þá veitingastaði sem notast við kerfi Dineout, þar sem ferðamenn notast við bókunarhnappinn í miklum mæli erlendis. Því mun bókunarhnappurinn án efa gera það að verkum að mun auðveldara verður fyrir þennan hóp að bóka borð á þeim stöðum sem notast við lausnir Dineout.
Um Reserve with Google:
Reserve with Google er eiginleiki sem gerir fyrirtækjum kleift að birta og stjórna tímabókunum sínum beint á Google fyrirtækjaprófílnum sínum. Markmiðið er að einfalda bókunarferlið fyrir bæði eigendur fyrirtækja og hugsanlega viðskiptavini.
Viðskiptavinir geta skipulagt bókanir með nokkrum smellum án þess að yfirgefa svæði Google, sem gerir það að þægilegri og notendavænni lausn. Fyrir eigendur fyrirtækja þýðir tenging við Reserve with Google færri glötuð tækifæri og skilvirkari tímabókanir.
Frekari upplýsingar um Reserve with Google má nálgast hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn4 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Keppni4 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó