Markaðurinn
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
Reykjavík, Ísland – Dill, fyrsti Michelin-stjörnu veitingastaður Íslands, mun opna dyr sínar að nýju á morgun, þann 20. Nóvember, eftir umfangsmiklar breytingar. Búið er að opna fyrir bókanir að nýju, en staðurinn nýtti tækifærið og skipti einnig um bókunarkerfi.
Veitingastaðurinn mun héðan af nota nýtt borðabókunarkerfi íslenska sprotafyrirtækisins Noona, sem meðal annars býður veitingahúsum upp á beina tengingu við netúgáfu Michelin leiðarvísisins.
Dill hefur verið leiðandi í íslenskri matargerð síðan staðurinn hlaut Michelin-stjörnu árið 2017 og hefur markað sér nafn sem einn af fremstu veitingastöðum Norðurlandanna. Breytingarnar hófust í byrjun Nóvember en meðal annars var móttökusvæði veitingastaðarins breytt, eldhúsið opnað og grunnurinn lagður að nýrri nálgun í þjónustu og upplifun, samkvæmt Instagram pósti Dill.
Þar að auki var svo skipt um bókunarkerfi með það að leiðarljósi að sameina nýjustu tækni og einstaka upplifun gesta.
„Við erum afar stolt að vinna með Noona og bjóða gestum okkar enn þægilegri bókunarupplifun,“
segir Gunnar Karl Gíslason, yfirkokkur og eigandi Dill.
„Kerfið hjálpar okkur að einfalda bókunarferlið fyrir viðskiptavini og tryggja að hver heimsókn á Dill verði ógleymanleg. Michelin tengingin er mikilvæg fyrir okkur, en þar að auki er Noona kerfið með öfluga biðlistavirkni sem hentar okkur mjög vel, enda sjaldan lítið að gera.“
Borðabókunarkerfið er ný vara frá íslenska sprotafyrirtækinu Noona sem hefur vakið athygli fyrir notendavænar lausnir fyrir veitingastaði og þjónustufyrirtæki. Hugbúnaðarlausnir Noona hafa hlotið mörg verðlaun, en appið þeirra valið app ársins 2023 af SVEF og hefur fyrirtækið verið fremst í flokki vefþjónusta tvö ár í röð í árlegri meðmælakönnun Maskínu.
Þessar breytingar og samstarf Dill við Noona markar nýtt tímabil í sögu veitingastaðarins, þar sem nútímatækni og hágæða matarupplifun sameinast á einstakan hátt.
Dill opnar aftur þann 20. nóvember 2024 og bókanir eru nú þegar opnar í gegnum Noona.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Dills, www.dillrestaurant.is, eða í Noona appinu.
Um Dill:
Dill er Michelin-stjörnu veitingastaður sem býður upp á einstaka upplifun sem byggir á íslenskri náttúru og hráefnum. Staðurinn hefur verið í fremstu röð norrænnar matargerðar og leggur áherslu á að skapa minnisstæðar upplifanir fyrir alla gesti.
Um Noona:
Noona er íslenskt bókunar- og viðskiptaumsjónarkerfi. Með áherslu á einfaldleika, skilvirkni og framúrskarandi hönnun hefur Noona orðið vinsæl lausn á íslenskum markaði.
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Hátíðarkveðjur