Vertu memm

Frétt

DILL heldur til Stokkhólms um helgina

Birting:

þann

Dill - Omnipollos Hatt

Hinrik Carl Ellertsson og Ragnar Eiríksson

Yfirkokkur og rekstrarstjóri veitingahússins DILL við Hverfisgötu 12 eru úti í Stokkhólmi og taka yfir eldhúsið og ofnana á hinum virta pizzastað Omnipollos Hatt.

Ragnar Eiríksson yfirkokkur og Hinrik Carl Ellertsson eru í sinni annarri heimsókn í Stokkhólmi og vakti síðasta heimsókn þeirra mikla lukku þar ytra.  Þetta er í fyrsta skiptið eftir Michelin-stjörnu sem þeir heimsækja staðinn og ríkir mikil eftirvænting í Stokkhólmi yfir yfirtöku þeirra.

Omnipollos Hatt er í eigu sömu aðila og eiga brugghúsið Omnipollo sem er eitt virtasta brugghús Norðurlanda.  Stofnendur Omnipollo eru einnig þekkt nöfn úr heimi tískunnar og stofnuðu meðal annars Cheap Monday á sínum tíma.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið