Frétt
DILL heldur til Stokkhólms um helgina
Yfirkokkur og rekstrarstjóri veitingahússins DILL við Hverfisgötu 12 eru úti í Stokkhólmi og taka yfir eldhúsið og ofnana á hinum virta pizzastað Omnipollos Hatt.
Ragnar Eiríksson yfirkokkur og Hinrik Carl Ellertsson eru í sinni annarri heimsókn í Stokkhólmi og vakti síðasta heimsókn þeirra mikla lukku þar ytra. Þetta er í fyrsta skiptið eftir Michelin-stjörnu sem þeir heimsækja staðinn og ríkir mikil eftirvænting í Stokkhólmi yfir yfirtöku þeirra.
Omnipollos Hatt er í eigu sömu aðila og eiga brugghúsið Omnipollo sem er eitt virtasta brugghús Norðurlanda. Stofnendur Omnipollo eru einnig þekkt nöfn úr heimi tískunnar og stofnuðu meðal annars Cheap Monday á sínum tíma.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu