Bocuse d´Or
Denis Grbic og Sigurjón Bragi keppa um sæti í Bocuse d´Or
Denis Grbic, Kokkur Ársins 2018 og Sigurjón Bragi Geirsson, Kokkur Ársins 2019 munu keppa til úrslita um hver keppir fyrir íslands hönd í Bocuse d´Or Europe 2022.
Þeir munu keppa kl. 13:00 á morgun mánudaginn 1. nóvember og fyrstu skil eru klukkan 14:00. Keppnin er haldin í Sælkerabúðinni við Bitruháls 2.
Úrslit verða tilkynnt hér á veitingageirinn.is um leið og þau berast.
Sigurður Laufdal í 4. sæti í Bocuse d´Or
Sigurður Laufdal náði 4. sæti í Bocuse d´Or heimsmeistara keppni einstaklinga í matreiðslu sem haldin var í Lyon í Frakklandi dagana 26. – 27. september 2021.
Sigurður fékk einnig verðlaun fyrir besta kjötfatið í keppninni. Sigurður fékk 2231 stig og aðeins þremur stigum frá þriðja sætinu sem Noregur hreppti í ár. Þjálfari Sigurðar var Þráinn Freyr Vigfússon, Bocuse d´Or keppandi 2011, og aðstoðarmaður Sigurðar var Gabríel Kristinn Bjarnason.
Góður árangur Íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í tíu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn5 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







