Frétt
COVID-19 og eftirlit í matvælafyrirtækjum
Matvælastofnun vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi eftirlits stofnunarinnar með matvælavinnslum þar sem áhersla er á rafrænar lausnir. Með þessu vill stofnunin fyrirbyggja að eftirlitsheimsóknir geti leitt til frekari útbreiðslu kórónaveirunnar milli fólks.
Reglubundið eftirlit mun fylgja eftirlitsáætlun. Til að koma til móts við óskir framleiðenda um takmarkaðan aðgang að fyrirtækjum og vegna smithættu verður leitast við að hluti eftirlits fari fram í fjarfundarbúnaði eða á annan sambærilegan hátt með rafrænum lausnum.
Þar með næst að staðfesta að þær fyrirbyggjandi aðgerðir í matvælafyrirtækjum sem er ætlað að tryggja öryggi matvæla séu virkar nú sem áður. Þess er vænst að fyrirtæki leggi fram þau gögn sem óskað er eftir af hálfu eftirlitsmanns.
Um leið og aðstæður leyfa mun eftirlit fara fram á hefðbundinn hátt.
COVID-19 og matvæli – spurt og svarað á vef Matvælastofnunar
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu