Frétt
COVID-19 og eftirlit í matvælafyrirtækjum
Matvælastofnun vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi eftirlits stofnunarinnar með matvælavinnslum þar sem áhersla er á rafrænar lausnir. Með þessu vill stofnunin fyrirbyggja að eftirlitsheimsóknir geti leitt til frekari útbreiðslu kórónaveirunnar milli fólks.
Reglubundið eftirlit mun fylgja eftirlitsáætlun. Til að koma til móts við óskir framleiðenda um takmarkaðan aðgang að fyrirtækjum og vegna smithættu verður leitast við að hluti eftirlits fari fram í fjarfundarbúnaði eða á annan sambærilegan hátt með rafrænum lausnum.
Þar með næst að staðfesta að þær fyrirbyggjandi aðgerðir í matvælafyrirtækjum sem er ætlað að tryggja öryggi matvæla séu virkar nú sem áður. Þess er vænst að fyrirtæki leggi fram þau gögn sem óskað er eftir af hálfu eftirlitsmanns.
Um leið og aðstæður leyfa mun eftirlit fara fram á hefðbundinn hátt.
COVID-19 og matvæli – spurt og svarað á vef Matvælastofnunar
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt5 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó