Frétt
COVID 19 – Grímunotkun og almenn nálægðartakmörkun
Um helgina tók í gildi ný reglugerð sem felur meðal annars í sér nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Nokkurs misskilnings hefur gætt varðandi grímuskylduna og því vill ráðuneytið árétta og skýra reglurnar sem gilda til og með 13. ágúst næstkomandi.
- Tryggja skal að minnsta kosti 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, til að mynda á samkomum, vinnustöðum, verslunum, söfnum og í allri annarri starfsemi, hvort sem er innan- eða utandyra.
- Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að viðhalda 1 metra nálægðartakmörkunum og þar sem húsnæði er illa loftræst. Þetta á til að mynda við um heilbrigðisþjónustu, verslanir, söfn, innanlandsflug og -ferjur, almenningssamgöngur, leigubifreiðar og hópbifreiðar,í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og í annarri sambærilegri starfsemi.
- Grímuskylda er í gildi fyrir áhorfendur á íþróttaviðburðum og sviðslistarviðburðum á borð við leiksýningar, bíósýningar og tónleika.
Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin reglum um grímuskyldu.
Lesa má nánar um almenna nálægðartakmörkun og grímunotkun í 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 878/2021.
Samsett mynd úr safni

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur