Frétt
COVID 19 – Grímunotkun og almenn nálægðartakmörkun
Um helgina tók í gildi ný reglugerð sem felur meðal annars í sér nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Nokkurs misskilnings hefur gætt varðandi grímuskylduna og því vill ráðuneytið árétta og skýra reglurnar sem gilda til og með 13. ágúst næstkomandi.
- Tryggja skal að minnsta kosti 1 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, til að mynda á samkomum, vinnustöðum, verslunum, söfnum og í allri annarri starfsemi, hvort sem er innan- eða utandyra.
- Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að viðhalda 1 metra nálægðartakmörkunum og þar sem húsnæði er illa loftræst. Þetta á til að mynda við um heilbrigðisþjónustu, verslanir, söfn, innanlandsflug og -ferjur, almenningssamgöngur, leigubifreiðar og hópbifreiðar,í verklegu ökunámi og flugnámi, starfsemi hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, húðflúrstofa, hundasnyrtistofa, sólbaðsstofa og í annarri sambærilegri starfsemi.
- Grímuskylda er í gildi fyrir áhorfendur á íþróttaviðburðum og sviðslistarviðburðum á borð við leiksýningar, bíósýningar og tónleika.
Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin reglum um grímuskyldu.
Lesa má nánar um almenna nálægðartakmörkun og grímunotkun í 4. og 5. gr. reglugerðar nr. 878/2021.
Samsett mynd úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta24 klukkustundir síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?