Markaðurinn
Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ
Í apríl síðastliðnum var nýtt og glæsilegt 150 herbergja hótel Cortyard by Marriott opnað í Reykjanesbæ. Hótelið er einstaklega vel staðsett í eingöngu 3ja mínútna akstri frá Keflavíkurflugvelli. Allt frá árinu 2018 hefur Fastus unnið að þessu verkefni með Aðaltorgi ehf. sem eru eigendur hótelsins sem og helstu samstarfsaðilum Fastus.
Öll hönnun og uppsetning á tækjum og búnaði í eldhúsi hótelsins fóru eftir ströngum gæðakröfum Marriott hótelkeðjunnar. Vandað var til allra verka og sáu tæknimenn frá Fastus um alla uppsetningu á staðnum.
Útkoman er sérlega glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fullbúið eldhús með hágæða tækjum frá Electrolux og stálborðum frá Assi.
Hér fyrir neðan má sjá Einar Þór Guðmundsson frá Aðaltorgi ehf. og Jóhannes Kristjánsson deildarstjóra hjá Fastus í eldhúsi hótelsins.

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago