Markaðurinn
Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ
Í apríl síðastliðnum var nýtt og glæsilegt 150 herbergja hótel Cortyard by Marriott opnað í Reykjanesbæ. Hótelið er einstaklega vel staðsett í eingöngu 3ja mínútna akstri frá Keflavíkurflugvelli. Allt frá árinu 2018 hefur Fastus unnið að þessu verkefni með Aðaltorgi ehf. sem eru eigendur hótelsins sem og helstu samstarfsaðilum Fastus.
Öll hönnun og uppsetning á tækjum og búnaði í eldhúsi hótelsins fóru eftir ströngum gæðakröfum Marriott hótelkeðjunnar. Vandað var til allra verka og sáu tæknimenn frá Fastus um alla uppsetningu á staðnum.
Útkoman er sérlega glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fullbúið eldhús með hágæða tækjum frá Electrolux og stálborðum frá Assi.
Hér fyrir neðan má sjá Einar Þór Guðmundsson frá Aðaltorgi ehf. og Jóhannes Kristjánsson deildarstjóra hjá Fastus í eldhúsi hótelsins.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum