Markaðurinn
Cortyard by Marriott opnar í Reykjanesbæ
Í apríl síðastliðnum var nýtt og glæsilegt 150 herbergja hótel Cortyard by Marriott opnað í Reykjanesbæ. Hótelið er einstaklega vel staðsett í eingöngu 3ja mínútna akstri frá Keflavíkurflugvelli. Allt frá árinu 2018 hefur Fastus unnið að þessu verkefni með Aðaltorgi ehf. sem eru eigendur hótelsins sem og helstu samstarfsaðilum Fastus.
Öll hönnun og uppsetning á tækjum og búnaði í eldhúsi hótelsins fóru eftir ströngum gæðakröfum Marriott hótelkeðjunnar. Vandað var til allra verka og sáu tæknimenn frá Fastus um alla uppsetningu á staðnum.
Útkoman er sérlega glæsileg eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fullbúið eldhús með hágæða tækjum frá Electrolux og stálborðum frá Assi.
Hér fyrir neðan má sjá Einar Þór Guðmundsson frá Aðaltorgi ehf. og Jóhannes Kristjánsson deildarstjóra hjá Fastus í eldhúsi hótelsins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður











