Vertu memm

Frétt

Chipotle sigrar í hópmálsókn vegna skammtastærða

Birting:

þann

Chipotle

Mynd: chipotle.com

Bandaríska skyndibitakeðjan Chipotle hefur haft betur í hópmálsókn sem fjárfestir í félaginu lagði fram seint á árinu 2024 og sneri að meintum svikum vegna skammtastærða. Alríkisdómstóll í Mið-Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu í þessari viku að gagnrýni sem fór eins og eldur í sinu á netinu væri ekki nægjanleg sönnun til að styðja ásakanir um sviksamlegt athæfi af hálfu fyrirtækisins, að því er fram kemur í umfjöllun Bloomberg Law.

Málið komst í hámæli á síðasta ári í kjölfar myndbands á TikTok þar sem samfélagsmiðlastjarnan Keith Lee gagnrýndi Chipotle harðlega og sagði kjúklingaskammt í burrito-skál vera „fáránlega lítinn“. Myndbandið vakti yfir 2,3 milljónir athygli. Í málsókninni var jafnframt vísað til greiningar frá Wells Fargo þar sem fram kom að skammtastærðir í 75 burrito-skálum, pöntuðum frá mismunandi stöðum, hefðu verið ósamræmdar.

@keith_lee125 Chipotle taste test 💕 would you try it ? 💕#foodcritic ♬ original sound – Keith Lee

„Skammtastærðir Chipotle voru ósamræmdar og skildu marga viðskiptavini eftir óánægða,“

hélt stefnandi, Michael Stradford, fram í kæru sem lögð var fram 11. nóvember 2024 fyrir alríkisdómstóli í Kaliforníu. Þar var því einnig haldið fram að fyrirtækið hefði gert lítið úr því hversu erfitt væri að sannfæra viðskiptavini um heildargildi matseðilsins, á sama tíma og kvartanir um skammtastærðir hefðu magnast á samfélagsmiðlum, án þess að gripið væri til breytinga á verklagi.

Við kynningu á uppgjöri Chipotle fyrir annan ársfjórðung 2024 viðurkenndi þáverandi forstjóri, Brian Niccol, að tilteknir veitingastaðir hefðu skorið sig úr með lágar einkunnir þegar kæmi að skömmtum. Hann sagði fyrirtækið ætla að leggja aukna áherslu á þjálfun og fjárfestingar til að tryggja meiri samræmi. Samkvæmt honum hefði um tíundi hver staður þurft markvissa endurþjálfun, en jafnframt verið tekið skýrt fram að Chipotle hygðist ekki hvika frá þeirri stefnu sinni að bjóða rausnarlega skammta.

Dómurinn taldi að þrátt fyrir mikla umræðu og ósætti meðal hluta viðskiptavina væri ekki sýnt fram á að Chipotle hefði brotið gegn lögum eða blekkt fjárfesta. Með því lauk þessu umtalaða máli fyrirtækinu í vil, samkvæmt Bloomberg Law.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið