Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Cafe Flóra í Grasagarðinum – Veitingarýni

Birting:

þann

Cafe Flóra í Grasagarðinum

Skellti mér á Café Flóru um daginn, til að smakka á matnum hjá þeim og upplifa þennan stað.

Ég kom inn fékk mér sæti og var smástund að átta mig á því að það eru ekki teknar pantanir við borð, heldur þarf að fara í afgreiðsluna og panta, sökum þess missti ég af brunchinum en pantaði mér í staðinn eftirfarandi:

Rauðrófugrafinn lax með dillmayo og knáckbrauði

Rauðrófugrafinn lax með dillmayo og knáckbrauði

Mjög skemmtileg útfærsla og mikið fyrir augað, bragðið í mildari kantinum sem passaði vel með laxinum.

Uxabrjóst á maltbrauði með heimalöguðu remúlaði, súrum gúrkum, steiktum lauk  og fersk rifinni piparrót

Uxabrjóst á maltbrauði með heimalöguðu remúlaði, súrum gúrkum, steiktum lauk og fersk rifinni piparrót

Danskt smurbrauð í sinni bestu mynd, allt lagað á staðnum og bragðið eftir því.

Gamaldags Eplakaka með þeyttum rjóma

Gamaldags Eplakaka með þeyttum rjóma

Eitt orð æðisleg.

Bensín var á kantinum eins og vanalega, einnig fannst mér andinn góður, en það mætti gefa einhversstaðar til kynna að maður þurfi að panta í afgreiðslunni, ég ætla að reyna við að komast í brunchinn hjá þeim því það sem ég hef séð á myndum gefur tilefni til þess.

 

Fór sáttur út og sneri mér að næsta verkefni.

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið