Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Byrjunarörðugleikar á nýjum veitingastað í Stykkishólmi

Birting:

þann

Skúrinn Pizza joint

Veitingastaðurinn Skúrinn Pizza joint opnaði með pomp og prakt nú í vikunni en staðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Stykkishólmar sem staðsettur er við Borgarbraut 1.

Eigendurnir eru Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Sveinn Arnar Davíðsson og Rósa Kristín Indriðadóttir.

Sjá einnig: Skúrinn Pizza joint opnar í Stykkishólmi

Einhverjir byrjunarörðugleikar voru við opnunina, en nú rétt í þessu var eftirfarandi tilkynning birt á fésbókarsíðu Skúrsins:

„Skúrinn pizza joint þakkar fyrir frábærar viðtökur. Við höfum gert okkar besta í að standa vaktina með sóma en því miður hafa einhverjir þurft að bíða, aðrir orðið ósáttir með útkomuna úr ofninum, en aðrir ekki náð að panta og svo þeir sem bara fengu ekki að panta sökum hráefnisleysis. Við erum að læra og átta okkur á þessu öllu.
Við munum halda ótrauð áfram og erum bara spennt að fá að halda áfram að dekra við ykkur. Við tökum vel á móti sanngjörnum athugasemdum.

Starfsfólkið okkar er að læra ný handtök og að okkar mati hefur það staðið sig svakalega vel.“

og tilkynningin er skreytt með pizzu tákni, hjörtum og brosköllum.

Auglýsingapláss

Skúrinn Pizza joint býður upp á pizzur og djúpsteikta kjúklingavængi.

Mynd: facebook / Skúrinn Pizza joint

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið