Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Byrjunarörðugleikar á nýjum veitingastað í Stykkishólmi
Veitingastaðurinn Skúrinn Pizza joint opnaði með pomp og prakt nú í vikunni en staðurinn er nýjasta viðbót í veitingaflóru Stykkishólmar sem staðsettur er við Borgarbraut 1.
Eigendurnir eru Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Sveinn Arnar Davíðsson og Rósa Kristín Indriðadóttir.
Sjá einnig: Skúrinn Pizza joint opnar í Stykkishólmi
Einhverjir byrjunarörðugleikar voru við opnunina, en nú rétt í þessu var eftirfarandi tilkynning birt á fésbókarsíðu Skúrsins:
„Skúrinn pizza joint þakkar fyrir frábærar viðtökur. Við höfum gert okkar besta í að standa vaktina með sóma en því miður hafa einhverjir þurft að bíða, aðrir orðið ósáttir með útkomuna úr ofninum, en aðrir ekki náð að panta og svo þeir sem bara fengu ekki að panta sökum hráefnisleysis. Við erum að læra og átta okkur á þessu öllu.
Við munum halda ótrauð áfram og erum bara spennt að fá að halda áfram að dekra við ykkur. Við tökum vel á móti sanngjörnum athugasemdum.Starfsfólkið okkar er að læra ný handtök og að okkar mati hefur það staðið sig svakalega vel.“
og tilkynningin er skreytt með pizzu tákni, hjörtum og brosköllum.
Skúrinn Pizza joint býður upp á pizzur og djúpsteikta kjúklingavængi.
Mynd: facebook / Skúrinn Pizza joint
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin