Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Burro og Pablo Discobar opna
Nú á dögunum opnuðu veitingastaðurinn Burro og kokteilabarinn Pablo Discobar dyr sínar. Staðirnir standa við Ingólfstorg, nánar tiltekið við Veltusund 1 þar sem Burro er á annari hæð og Pablo á þeirri þriðju.
Eyþór Mar Halldórsson, Gunnsteinn Helgi Maríusson, Samúel Þór Hermannsson og Róbert Óskar Sigurvaldason eru eigendur staðarins.
Á Burro er lögð áhersla á nútíma mið og suður ameríska matseld og áhrif eru sótt alla leið frá Argentínu og upp til Mexíkó. Boðið er upp á modern latino tapas rétti og steikarplatta sem lagt er til að borðið panti sér saman og deili og á seðlinum er einnig ágætt úrval rétta fyrir grænkera. Mikið er lagt upp úr því að skapa rétta stemmingu á staðnum og blandast þar saman fjör og fagmennska með suður amerískum áherslum.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur
Það var Halfdán Pedersen sem hannaði staðina en hann hefur meðal annars hannað Kex og veitingastaðinn á Hverfisgötu 12. Þórður Orri er ljósahönnuður staðarins.
Pablo er litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði. Hann sækir áhrif sín einnig til Suður-Ameríku en einnig til diskótímabilsins. Á Pablo færðu klikkaða kokteila og brjálað stuð og þú veist aldrei hvernig kvöldið mun enda. Þjónað er til borðs öll kvöld og hamingjustund er alla daga frá 16-18 þar sem bjór, vín og valdir kokteilar fást á hálfvirði.
Myndir: facebook / Burro og Pablo Discobar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel15 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana