Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Burro og Pablo Discobar opna

Birting:

þann

Burro og Pablo Discobar

Barþjónarnir á Pablo Discobar klæðast í fatnaði sem tileinkaðir eru diskótímabilinu.

Nú á dögunum opnuðu veitingastaðurinn Burro og kokteilabarinn Pablo Discobar dyr sínar. Staðirnir standa við Ingólfstorg, nánar tiltekið við Veltusund 1 þar sem Burro er á annari hæð og Pablo á þeirri þriðju.

Eyþór Mar Halldórsson, Gunnsteinn Helgi Maríusson, Samúel Þór Hermannsson og Róbert Óskar Sigurvaldason eru eigendur staðarins.

Burro og Pablo Discobar

Lokafíneseringar á matseðlinum ræddar.

Á Burro er lögð áhersla á nútíma mið og suður ameríska matseld og áhrif eru sótt alla leið frá Argentínu og upp til Mexíkó. Boðið er upp á modern latino tapas rétti og steikarplatta sem lagt er til að borðið panti sér saman og deili og á seðlinum er einnig ágætt úrval rétta fyrir grænkera. Mikið er lagt upp úr því að skapa rétta stemmingu á staðnum og blandast þar saman fjör og fagmennska með suður amerískum áherslum.

Sjá einnig: Nýr veitingastaður opnar í miðbæ Reykjavíkur

Burro og Pablo Discobar

Á efstu hæðinni eru barþjónarnir sem ráða ríkjum þar, en þar má meðal annars nefna Ásgeir Már Björnsson yfirbarþjónn Pablo Discobar, Oddur Goði Jóhannsson, Davíð Daníelsson, Aðalsteinn Bjarni Sigurðsson, Martyn Santos Silva Lourenco.

Það var Halfdán Pedersen sem hannaði staðina en hann hefur meðal annars hannað Kex og veitingastaðinn á Hverfisgötu 12.  Þórður Orri er ljósahönnuður staðarins.

Pablo er litli bróðir Burro, svolítið hallærislegur en alltaf í stuði. Hann sækir áhrif sín einnig til Suður-Ameríku en einnig til diskótímabilsins. Á Pablo færðu klikkaða kokteila og brjálað stuð og þú veist aldrei hvernig kvöldið mun enda.  Þjónað er til borðs öll kvöld og hamingjustund er alla daga frá 16-18 þar sem bjór, vín og valdir kokteilar fást á hálfvirði.

Burro og Pablo Discobar - Mark Morrans

Mark Morrans, kokkur sem hefur meðal annars starfað á hinum heimsfræga veitingastað Nobu, mun dvelja hér á landi fram yfir áramót og aðstoða eigendur við opnunina.

Burro og Pablo Discobar

Einbeitningin skín af Ása
Hlutfallið milli Cocoa Puffs og vökva þarf auðvitað að vera hárrétt eins og við vitum öll!

Myndir: facebook / Burro og Pablo Discobar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið