Vín, drykkir og keppni
Brugghúsið Segull 67 á mikilli siglingu
Brugghúsið Segull 67 var sett á laggirnar árið 2015 í gamla frystihúsinu á Siglufirði. Miklar framkvæmdir voru gerðar á húsinu og innviðir eru að stærstum hluta upprunalegir.
Undanfarið hefur verið unnið að því að breyta og stækka, bæði í framleiðslunni og aðstöðu til að taka á móti sívaxandi gestafjölda.
Marteinn Brynjólfur Haraldsson, 34 ára gamall tölvunarfræðingur og einn af eigendum brugghússins Seguls 67 á Siglufirði, sagði í samtali við siglfirdingur.is:
„Við byrjuðum á einni sem við köllum Original, það er millidökkur lagerbjór, næstur kom Sjarmör, sem er ljós pilsnerstíll, og fyrir ekki löngu komum við svo með Sigló IPA, Indian Pale Ale stíll, hann er ávaxtakenndari og í honum meira alkóhól.
Síðan erum við að reyna að nýta árstíðirnar til að gera eitthvað öðruvísi, t.d. á þorra, um páska, á sumrin, í október og um jólin.“
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á siglfirdingur.is hér.
Mynd: siglfirdingur.is
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt1 dagur síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






