Smári Valtýr Sæbjörnsson
Brauð úr 12000 ára gömlu korni
Ásgeir Sandholt bakari í samnefndu bakaríi, er sjálfsagt sá eini á Íslandi sem flytur inn sérmalað korn, héðan og þaðan úr heiminum. Hann bakar brauð frá grunni og ferlið tekur 48 klukkustundir. Bakarana hefur hann flutt inn frá Ástralíu, Ítalíu, Frakklandi og Spáni, menn sem kunna til verka og hafa sömu ástríðu og hann á brauðgerðinni.
Fornt korn fyrir nútíma lifnað
Upprna byggræktunar má rekja til Eþíópíu og Suaustur-Asíu, líkt og ræktun flestra annara fornra korntegunda. Þar hefur það verið ræktað í meira en 10.000 ár. Ásgeir segir að fólk sem haldið er glúten ofnæmi, geti vel prófað sig áfram með brauðin í Sandholt, því ensímin sem brotna úr glúteninu séu mörg og mismunandi, og fólk hafi kannski ofnæmi fyrir einu þeirra en ekki öllu.
Brauðin aldrei sett í frysti
Engin rotvarnarefni eru í brauðunum hjá Ásgeir og þau öll unnin frá grunni. Ásgeir er einnig flinkur súkkulaði gerðarmaður, en hann vann til verðlauna í alþjóðlegri súkklaðikeppni fyrir nokkrum árum, en fékk sig fullsaddan af súkkulaði um stund og þá tóku brauðin við. En súkkulaðið er hann líka að taka í sátt aftur, eftir nokkra ára hlé.
Rætt var við Ásgeir Sandholt í Mannlega þættinum.
Mynd: sandholt.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi