Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Brasa tók á móti fyrstu gestum á glæsilegu jólahlaðborði – Myndir
Veitingastaðurinn Brasa á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi bauð upp á sitt fyrsta jólahlaðborð síðastliðna viku. Að baki staðnum standa Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, allir margverðlaunaðir matreiðslumenn.
Sjá einnig: Nýr veitingastaður á Smáratorgi: Brasa kveikir eld í Turninum
Jólahlaðborðið verður í boði nú um helgina 21. og 22. nóvember, og daginn eftir, 23. nóvember, býður Brasa upp á hátíðlegan jólabrunch. Bæði hlaðborðið og brunchinn verða síðan fastir liðir um helgar til jóla.
Gestum stendur til boða einstaklega fjölbreytt og vandað jólahlaðborð þar sem saman koma klassískir réttir með nútímalegri og hugmyndaríkri útfærslu. Á borðum má finna stórglæsilegt úrval sjávarrétta, forrétta, vel útbúna aðalrétti og ríkulegt eftirréttahlaðborð.
Meðal þess sem boðið er upp á eru síldarréttir Brasa, laxa tiradito og grafinn lax, sushi-platti, carpaccio, dádýra tataki og innbakað hreindýrapaté, ásamt fjölbreyttum meðlætum og úrvali af sósum.
Aðalréttir hlaðborðsins eru meðal annars stökk purusteik í 5 spice, kolagrillað rib eye, kalkúnn af rotisserie og hangikjöt með uppstúf, en eftirréttahlaðborðið er í höndum konditormeistara Brasa þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Jólabrunchinn er ekki síðri og býður meðal annars upp á Egg Benedict „Brasa Style“, klassískan brunchrétti, kalkún, purusteik, hangikjöt, fjölbreytt salöt, sósur og eftirrétti sem gleðja bæði börn og fullorðna. Á matseðlinum má einnig finna barnvæna rétti eins og kjúklinganagga, ostasamloku og ávexti.
Formleg opnun Brasa fer fram 26. nóvember þegar boðið verður upp á sérréttaseðil í fyrsta sinn. Veitingageirinn.is mun fylgjast náið með og fjalla nánar um opnunina.
- Jólahlaðborð
- Jólabrunch
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNý matreiðslustefna á Sheraton – Mr. Bronck opnar í mars
-
Frétt2 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni1 dagur síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanStóra veislusýningin í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður
-
Markaðurinn5 klukkustundir síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum























