Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Brasa tók á móti fyrstu gestum á glæsilegu jólahlaðborði – Myndir

Birting:

þann

Brasa tók á móti fyrstu gestum á glæsilegu jólahlaðborði - Myndir

Veitingastaðurinn Brasa á annarri hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi bauð upp á sitt fyrsta jólahlaðborð síðastliðna viku. Að baki staðnum standa Hinrik Örn Lárusson, Viktor Örn Andrésson og Sigurður Helgason, allir margverðlaunaðir matreiðslumenn.

Sjá einnig: Nýr veitingastaður á Smáratorgi: Brasa kveikir eld í Turninum

Jólahlaðborðið verður í boði nú um helgina 21. og 22. nóvember, og daginn eftir, 23. nóvember, býður Brasa upp á hátíðlegan jólabrunch. Bæði hlaðborðið og brunchinn verða síðan fastir liðir um helgar til jóla.

Brasa tók á móti fyrstu gestum á glæsilegu jólahlaðborði - Myndir

Gestum stendur til boða einstaklega fjölbreytt og vandað jólahlaðborð þar sem saman koma klassískir réttir með nútímalegri og hugmyndaríkri útfærslu. Á borðum má finna stórglæsilegt úrval sjávarrétta, forrétta, vel útbúna aðalrétti og ríkulegt eftirréttahlaðborð.

Meðal þess sem boðið er upp á eru síldarréttir Brasa, laxa tiradito og grafinn lax, sushi-platti, carpaccio, dádýra tataki og innbakað hreindýrapaté, ásamt fjölbreyttum meðlætum og úrvali af sósum.

Aðalréttir hlaðborðsins eru meðal annars stökk purusteik í 5 spice, kolagrillað rib eye, kalkúnn af rotisserie og hangikjöt með uppstúf, en eftirréttahlaðborðið er í höndum konditormeistara Brasa þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Brasa tók á móti fyrstu gestum á glæsilegu jólahlaðborði - Myndir

Jólabrunchinn er ekki síðri og býður meðal annars upp á Egg Benedict „Brasa Style“, klassískan brunchrétti, kalkún, purusteik, hangikjöt, fjölbreytt salöt, sósur og eftirrétti sem gleðja bæði börn og fullorðna. Á matseðlinum má einnig finna barnvæna rétti eins og kjúklinganagga, ostasamloku og ávexti.

Formleg opnun Brasa fer fram 26. nóvember þegar boðið verður upp á sérréttaseðil í fyrsta sinn. Veitingageirinn.is mun fylgjast náið með og fjalla nánar um opnunina.

Borðabókanir hér.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið