Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Bragginn bistró er nýr veitingastaður í Nauthólsvík

Birting:

þann

Bragginn bistró - Veitingastaður í Nauthólsvík

Glæsilegt útisvæði verður við veitingastaðinn.
Tölvuteiknuð mynd.

Bragginn Bistró er nýr veitingastaður í Nauthólsvík sem staðsettur er við Nauthólsveg 100 (gamla hótel Winston).

Fyrir tveimur árum síðan var birt hér færsla um að endurbyggja eigi bragga og innrétta hann sem veitingastað við Nauthólsveg sem nú er orðið að veruleika.

Bragginn og sambyggð skemma voru byggð af Bretum og voru hluti af svokölluðu „hótel Winston“ á stríðsárunum en hafa síðustu ár legið undir skemmdum. Það er Reykjavíkurborg sem hefur staðið höfðinglega að framkvæmdum og uppbyggingar á bragganum.

Daði Agnarsson er rekstraraðili Braggans Bistró og verður í góðu samstarfi við nemendur og starfsfólk í Háskólagörðum HR. Þess má geta að Daði er jafnframt rekstraraðili veitingastaðarins á BSÍ, Mýrin Mathús (áður Fljótt og gott) frá árinu 2011.

Bragginn Bistró mun bjóða upp á einfaldan og góðan mat á viðráðanlegu verði ásamt nemendaaðstöðu og frumkvöðlasetur. Hönnun húsnæðisins hefur verið í samráði við fulltrúa nemenda HR ásamt fleirum.

Bragginn tekur ca. 80 manns í sæti ásamt frumkvöðlasetri og glæsilegu útisvæði.

Áhersla verður lögð á að hægt sé að breyta rýminu með tilliti til mismunandi þarfa, til dæmis viðburða á vegum nemendafélaga og annarra aðila.

Framkvæmdir eru í fullum gangi og er áætlað að opna í lok mars næstkomandi. Meðfylgjandi myndir tók Daði Agnarsson og er birt hér með góðfúslegu leyfi hans.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið