Markaðurinn
Bragðmikil og nærandi gulrótarsúpa
Innihald
2-3 msk ólífuolía
2-3 msk smjör
200 g laukur
100 g sellerí
50 ml hvítvínsedik
1 kg gulrætur
2 msk sykur (má sleppa)
1-2 tsk túrmerik
2-3 hvítlauksrif
1 – 1 1/2 lítri vatn/grænmetiskraftur
3-4 lárviðarlauf
1 búnt fersk steinselja
Leiðbeiningar:
Laukur og sellerí skorið fremur smátt og sett í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti.
Leyft að glærast um stund. Á meðan eru gulræturnar skornar fremur smátt og þeim síðan bætt í pottinn ásamt smjörinu og sykri og túrmerik.
Leyft að brúnast aðeins í pottinum og taka smá lit áður en smátt söxuðum hvítlauknum er bætt saman við.
Því næst er hvítvínsedikinu hellt í pottinn og leyft að gufa aðeins upp áður en kraftinum er bætt saman við.
Látið malla á meðalhita, þar til grænmetið er fullsoðið.
Þá er steinseljunni bætt saman við, lárviðarlaufin veidd úr og súpan maukuð.
Sett aftur í pottinn, krydduð til og hituð að nýju.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum