Markaðurinn
Bragðmikil og nærandi gulrótarsúpa
Innihald
2-3 msk ólífuolía
2-3 msk smjör
200 g laukur
100 g sellerí
50 ml hvítvínsedik
1 kg gulrætur
2 msk sykur (má sleppa)
1-2 tsk túrmerik
2-3 hvítlauksrif
1 – 1 1/2 lítri vatn/grænmetiskraftur
3-4 lárviðarlauf
1 búnt fersk steinselja
Leiðbeiningar:
Laukur og sellerí skorið fremur smátt og sett í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti.
Leyft að glærast um stund. Á meðan eru gulræturnar skornar fremur smátt og þeim síðan bætt í pottinn ásamt smjörinu og sykri og túrmerik.
Leyft að brúnast aðeins í pottinum og taka smá lit áður en smátt söxuðum hvítlauknum er bætt saman við.
Því næst er hvítvínsedikinu hellt í pottinn og leyft að gufa aðeins upp áður en kraftinum er bætt saman við.
Látið malla á meðalhita, þar til grænmetið er fullsoðið.
Þá er steinseljunni bætt saman við, lárviðarlaufin veidd úr og súpan maukuð.
Sett aftur í pottinn, krydduð til og hituð að nýju.
Uppskrift frá Íslenskt.is – Höfundur: Sigurveig Káradóttir
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám






