Frétt
Bragðmikið og litríkt ferðalag – Vegan hlaðborð á Grand Hótel Reykjavík
Í tilefni alþjóðlega veganmánaðarins hefur veitingastaðurinn Grand Brasserie á Grand Hotel Reykjavík undanfarna viku boðið upp á veganrétti á matseðli sínum, auk þess sem einnig er á boðstólum vegan hlaðborð bæði í hádeginu og kvöldin og ekki eru sömu réttir í hádeginu og kvöldin.
Hvatningin að því að setja upp þetta hlaðborð, er að nú er alþjóðlegi veganmánuðurinn sem er janúar 2020. Samtök grænkera á íslandi í samstarfi við Veganvary sem er stærsta alþjóðlega hreyfingin sem hvetur fólk til að gerast Vegan í janúar og helst allt árið. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti veganfæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.
Eftir jólamánuðinn kílóum þyngri á líkama og sál er tilvalið að stíga út fyrir dyrnar og horfa í átt að breytingum á lífsstíl og hugmyndaræði, t.d. gefst Þeim sem er annt um lífríkið, kostur á að sjá og upplifa öðruvísi matargerð og að það er líf eftir að dýraafurðum sleppir, meira að segja spennandi líf.
Eins og margir hef ég reynt nokkrum sinnum að taka út dýraafurðir úr fæðinu, en alltaf fallið í sama farið, bragð af osti, mjólkursúkkulaði eða rjómaís kallaði alltaf fram uppgjöf. Og hvernig átti að elda máltíð úr grænmeti eingöngu?
Nú aftur á móti eftir að hafa mætt á Grand Hotel er viðhorfið mun bjartsýnna. Innkoman var glæsileg og hlaðborðið sérlega aðlaðandi og freistandi.. móttökurnar ánægjulegar.
Það var augljóst að þarna voru listamenn að störfum, bæði hvað varðar réttina og fallegar skreytingar á borði, en matreiðslumenn eru þekktir fyrir að vera hugmyndaríkir og hugrakkir þegar kemur að matargerð. Þarna í fararbroddi fer yfirmatreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sem þekktur er fyrir áhuga sinn á að nota jurtir og grænmeti í rétti sína, en hann hefur hann um árabil stundað sjálfur grænmetisræktun og týnt jurtir um landið.
Upplifunin af að horfa og borða var uppljómun, það er þá hægt að vera vegan! Bara hugrekki, gleði og hugmyndaauðgi! Úlfar talar um frelsi í matargerð og bar hlaðborðið vitni um það, rauðrófu wellingon, döðlubuff og bakaður fenell, bakað blómkál og úrval af ótrúlegum gómsætum grænmetisréttum. Þá var hlaðborðið fallega skreytt með íslenskum greinum og blómum.
Eftirréttarborðið var heimur út af fyrir sig, kom virkilega á óvart hve ljúffengar kökur úr veganríkinu geta verið ljúffengar og bragðgóðar og skilja eftir góða tilfinningu að hafa ekki innihaldið neitt úr dýraríkinu.
Virkilega spennandi veisla fyrir veganúa og okkur sem hafa ekki þorað að stíga skrefið til fulls. Óttinn við að vegan fæði sé einhæft leiðinlegt, bragðdauft og fráhrindandi gufaði upp, og í staðinn kom þessi tilfinning að maðurinn gæti ef til vill átt framtíð í vændum, þar sem virðing og þakklæti fyrir auðlegð lífríkis jarðar komi í stað græðgi og misnotkun
Bestu þakkir fyrir þetta bragðmikla og litríka ferðalag á Grand Hotel.
Texti: Kristín Garðarsdóttir
Myndir: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt24 klukkustundir síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða