Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bragðaðu á Baskalandi – Dagana 23. – 30. september er Baskavika á Tapasbarnum
Baskaland er spænskt sjálfsstjórnarhérað á Norðvestur-Spáni. Matagerð í Baskalandi er mikilvægur hluti af menningu Baska og undir sterkum áhrifum frá öllu því frábæra hráefni sem er allt í kring.
Höfuðborg héraðsins er Bilbao sem er alveg upp við landamæri Frakklands og Spánar. Baskar hafa sinn eigin sérstæða stíl og þegar kemur að matargerð hafa þeir oft verið taldir með bestu matreiðslumönnum Spánar.
Í tilefni Baskaviku ætlar Tapas barinn að fá í heimsókn gestakokkinn Sergio Rodriguez Fernandez og hefur hann sett saman sérstakan 6 rétta sælkeraseðil um Baskaland. Sergio er frá Bilbao og hefur m.a. starfað á Guggenheim safninu með Martin Berasategui, einum besta matreiðslumanni Spánar.
Sælkeraferðin hefst með glasi af Codorníu Cava, 5 spennandi tapas réttir fylgja svo í kjörfarið og að lokum eftiréttur.
- Serrano með Fava bauna salati
- Kolkrabbi með kartöflumús og lime-pistasíu vinaigrette
- Gellur og kræklinur í Basque sósu með sveppum og steiktum kartöflum.
- Saltfiskur með piquillo papriku alioli
- Hægelduð nautakinn með rauðvínsgljáa
í eftirrétt:
- Geitaostakaka með quince hlaupi og karmellusósu.
Það er um að gera að láta þetta ekki framhjá sér fara og panta borð á Tapasbarnum strax í dag.
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni3 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






