Bocuse d´Or
Bocuse d´Or 2021: Ísland í 4. sæti – Verðlaun fyrir besta kjötréttinn
Nú rétt í þessu voru úrslitin kynnt í Bocuse d´Or 2021 við hátíðlega athöfn í Lyon í Frakklandi, en keppnin fór fram í gær 26. september og í dag 27. september og úrslitin urðu:
1. sæti – Frakkland
2. sæti – Danmörk
3. sæti – Noregur
Ísland hreppti 4. sætið og einungis 3 stig voru á milli Noreg og Ísland. Það var Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson sem keppti fyrir Íslands hönd og honum til aðstoðar var Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari var Þráinn Freyr Vigfússon. Þeim til aðstoðar voru Úlfar Úlfarsson og Micaela Ajanti.
Til gamans má geta að faðir Gabríels er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður og faðir Úlfars er Úlfar Finnbjörnsson matreiðslumeistari.
Sérstök verðlaun voru veitt í keppninni:
Besti „take away“ forrétturinn: Svíþjóð
Besti kjötrétturinn: Ísland
Besti aðstoðarmaðurinn: Manuel Hofer frá Sviss
Lýsing á réttum Sigurðar
„take away“ theme: After a trip to a biodynamic tomato and self circled farm, with 20 varieties of cherry tomatoes we finally did know what we wanted to achieve with our tomato courses, To let the pure flavour and texture of the tomato shine through with out too much of complicated work, served in a take away box designed by us to honour all chefs and restaurants worldwide during the hard covid times.
„theme on a platter“: For this theme we wanted to let the beef it self shine through as well we did want to use typical Icelandic ingredients, since we are a bit isolated in our island in the north atlantic and the weather is ever changing we really need to use our vegetables and greens well during the season, so we did choose some almond potatoes and celeriac as our garnish, something that is typical for Iceland
Íslenskur dómari
Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og Sturla Birgisson matreiðslumeistari dæmdi fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.
Löndin sem kepptu og tímasetningar:
23 þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa farið í gegnum undankeppni í sínum heimsálfum.
Keppnin í hnotskurn
Íslenska kynningarmyndbandið
Innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Myndir: Bocusedor.com
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt23 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur