Veitingarýni
Bláa kannan – Veitingarýni
Fyrir stuttu kíktum við á kaffihúsið Bláu könnuna sem staðsett í hjarta bæjarins við Hafnarstræti 96 á Akureyri, svona rétt til að fá okkur kaffibolla. Bláa kannan var fyrst opnuð á árinu 1998 eftir miklar endurbætur á húsnæðinu.
Það er mjög hlýlegt að koma inn í kaffihúsið og skemmtilega innréttað, kökurnar, ferskleikinn er lykilatriði hjá Bláu könnunni.
Swiss Mokka og Karamellu bomba
Fyrir valinu var Swiss Mokka og Karamellu bomba. Ánægjulegt að sjá Swiss Mokka lagað frá grunni, en ekki sem takkakaffi, virkilega gott og passlegt jafnvægi á kaffinu og súkkulaðinu.
Marengstertan „Karamellu bomba“ var algjör sprengja, þvílíkt sælgæti, marengs, þykk karamellusósu ofan á tertuna og fyllt með karamellufrómas… say no more.
Bláa kannan opnar alla daga frá klukkan 10:00 með nýbökuðu brauði og lokar klukkan 23:00. Í hádeginu er boðið upp á súpu og rétt dagsins. Í hádeginu þennan dag var í boði núðluréttur með kjúkling og grænmeti á 1980 kr. og fylgir súpa og salat með, sem í þessu tilfelli var brokkolísúpa. Hægt er að fá sér einungis súpu, brauð og salat á 1680 kr. Á kvöldin er róleg kaffihúsastemning.
Við mælum með Bláu könnunni.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Sviðasulta og svínasulta valda sýkingum: Veisluþjónusta án starfsleyfis
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé