Vertu memm

Veitingarýni

Bláa kannan – Veitingarýni

Birting:

þann

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan var fyrst opnuð á árinu 1998 eftir miklar endurbætur á húsnæðinu

Fyrir stuttu kíktum við á kaffihúsið Bláu könnuna sem staðsett í hjarta bæjarins við Hafnarstræti 96 á Akureyri, svona rétt til að fá okkur kaffibolla. Bláa kannan var fyrst opnuð á árinu 1998 eftir miklar endurbætur á húsnæðinu.

Það er mjög hlýlegt að koma inn í kaffihúsið og skemmtilega innréttað, kökurnar, ferskleikinn er lykilatriði hjá Bláu könnunni.

Swiss Mokka og Karamellu bomba

Bláa kannan - Akureyri

Karamellu bomban og Swiss Mokka

Fyrir valinu var Swiss Mokka og Karamellu bomba. Ánægjulegt að sjá Swiss Mokka lagað frá grunni, en ekki sem takkakaffi, virkilega gott og passlegt jafnvægi á kaffinu og súkkulaðinu.

Marengstertan „Karamellu bomba“ var algjör sprengja, þvílíkt sælgæti, marengs, þykk karamellusósu ofan á tertuna og fyllt með karamellufrómas… say no more.

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan opnar alla daga frá klukkan 10:00 með nýbökuðu brauði og lokar klukkan 23:00. Í hádeginu er boðið upp á súpu og rétt dagsins. Í hádeginu þennan dag var í boði núðluréttur með kjúkling og grænmeti á 1980 kr. og fylgir súpa og salat með, sem í þessu tilfelli var brokkolísúpa. Hægt er að fá sér einungis súpu, brauð og salat á 1680 kr. Á kvöldin er róleg kaffihúsastemning.

Við mælum með Bláu könnunni.

Bláa kannan - Akureyri

Aðkoman að klósettunum er glæsileg. Allt til fyrirmyndar.

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan - Akureyri

Bláa kannan - Akureyri

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið