Veitingarýni
Bláa kannan – Veitingarýni
Fyrir stuttu kíktum við á kaffihúsið Bláu könnuna sem staðsett í hjarta bæjarins við Hafnarstræti 96 á Akureyri, svona rétt til að fá okkur kaffibolla. Bláa kannan var fyrst opnuð á árinu 1998 eftir miklar endurbætur á húsnæðinu.
Það er mjög hlýlegt að koma inn í kaffihúsið og skemmtilega innréttað, kökurnar, ferskleikinn er lykilatriði hjá Bláu könnunni.
Swiss Mokka og Karamellu bomba
Fyrir valinu var Swiss Mokka og Karamellu bomba. Ánægjulegt að sjá Swiss Mokka lagað frá grunni, en ekki sem takkakaffi, virkilega gott og passlegt jafnvægi á kaffinu og súkkulaðinu.
Marengstertan „Karamellu bomba“ var algjör sprengja, þvílíkt sælgæti, marengs, þykk karamellusósu ofan á tertuna og fyllt með karamellufrómas… say no more.
Bláa kannan opnar alla daga frá klukkan 10:00 með nýbökuðu brauði og lokar klukkan 23:00. Í hádeginu er boðið upp á súpu og rétt dagsins. Í hádeginu þennan dag var í boði núðluréttur með kjúkling og grænmeti á 1980 kr. og fylgir súpa og salat með, sem í þessu tilfelli var brokkolísúpa. Hægt er að fá sér einungis súpu, brauð og salat á 1680 kr. Á kvöldin er róleg kaffihúsastemning.
Við mælum með Bláu könnunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Stavanger Vinfest 25 ára – „Það rignir Michelin-stjörnum hér!“ segir Sigurður Rúnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Food & fun3 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áhrifavaldar gegna lykilhlutverki í aukinni neyslu ávaxta og grænmetis
-
Frétt3 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur