Vín, drykkir og keppni
Bjór framleiddur með gulum baunum! Gulum baunum…?
RVK Bruggfélagið ætlar að taka slaginn og vona að sumarið sé lokins á leiðinni. Nýjasti Sumarbjórinn þeirra er á leiðinni og heitir ORA Sumarbjór og er framleiddur með gulum baunum!
Gulum baunum…?
Það er von þú spyrjir, en jú gular baunir eru algjör snilld í bjór segir í tilkynningu frá RVK Bruggfélaginu. Fjölmörg heimsfræg nöfn í bransanum sem nota gular baunir sem restin af veröldinni þekkir undir nafninu maískorn.
Maískorn eru einkar góð leið til að brugga bragðgóðan bjór sem er um leið léttur og virkilega auðveldur til að njóta. Það lá því beint við að eigendur höfðu samband við ORA með að vinna með þeim þennan glænýja sumarsmell.
Og viti menn, hér er hann kominn. Í kunnuglegri dós sem enginn getur feilað á að sjá í Vínbúðum hins opinbera nú eftir helgina.
Þau sem vilja forskot á sæluna geta laumast í Skipholtið í dag og tryggt sér dósir fyrir sumarið á meðan birgðir endast. Hjalti Bruggmeistari og meistarakokkur ætlar líka að grilla maískorn seinnipartinn, en ORA Sumarbjórinn mun eflaust verða kokkabjór þessa grillsumars; eins og gular baunir fer hann virkilega vel með öllu.
Mynd: facebook / RVK Bruggfélagið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?