Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Bjór framleiddur með gulum baunum! Gulum baunum…?

Birting:

þann

ORA sumarbjór

RVK Bruggfélagið ætlar að taka slaginn og vona að sumarið sé lokins á leiðinni. Nýjasti Sumarbjórinn þeirra er á leiðinni og heitir ORA Sumarbjór og er framleiddur með gulum baunum!

Gulum baunum…?

Það er von þú spyrjir, en jú gular baunir eru algjör snilld í bjór segir í tilkynningu frá RVK Bruggfélaginu. Fjölmörg heimsfræg nöfn í bransanum sem nota gular baunir sem restin af veröldinni þekkir undir nafninu maískorn.

Maískorn eru einkar góð leið til að brugga bragðgóðan bjór sem er um leið léttur og virkilega auðveldur til að njóta. Það lá því beint við að eigendur höfðu samband við ORA með að vinna með þeim þennan glænýja sumarsmell.

Og viti menn, hér er hann kominn. Í kunnuglegri dós sem enginn getur feilað á að sjá í Vínbúðum hins opinbera nú eftir helgina.

Þau sem vilja forskot á sæluna geta laumast í Skipholtið í dag og tryggt sér dósir fyrir sumarið á meðan birgðir endast. Hjalti Bruggmeistari og meistarakokkur ætlar líka að grilla maískorn seinnipartinn, en ORA Sumarbjórinn mun eflaust verða kokkabjór þessa grillsumars; eins og gular baunir fer hann virkilega vel með öllu.

Mynd: facebook / RVK Bruggfélagið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið