Vín, drykkir og keppni
Bjór framleiddur með gulum baunum! Gulum baunum…?
RVK Bruggfélagið ætlar að taka slaginn og vona að sumarið sé lokins á leiðinni. Nýjasti Sumarbjórinn þeirra er á leiðinni og heitir ORA Sumarbjór og er framleiddur með gulum baunum!
Gulum baunum…?
Það er von þú spyrjir, en jú gular baunir eru algjör snilld í bjór segir í tilkynningu frá RVK Bruggfélaginu. Fjölmörg heimsfræg nöfn í bransanum sem nota gular baunir sem restin af veröldinni þekkir undir nafninu maískorn.
Maískorn eru einkar góð leið til að brugga bragðgóðan bjór sem er um leið léttur og virkilega auðveldur til að njóta. Það lá því beint við að eigendur höfðu samband við ORA með að vinna með þeim þennan glænýja sumarsmell.
Og viti menn, hér er hann kominn. Í kunnuglegri dós sem enginn getur feilað á að sjá í Vínbúðum hins opinbera nú eftir helgina.
Þau sem vilja forskot á sæluna geta laumast í Skipholtið í dag og tryggt sér dósir fyrir sumarið á meðan birgðir endast. Hjalti Bruggmeistari og meistarakokkur ætlar líka að grilla maískorn seinnipartinn, en ORA Sumarbjórinn mun eflaust verða kokkabjór þessa grillsumars; eins og gular baunir fer hann virkilega vel með öllu.
Mynd: facebook / RVK Bruggfélagið
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi