Vín, drykkir og keppni
Bjarni Þór Logason nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags
Bjarni kemur til RVK Bruggfélags frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri og kom m.a. að opnun verslunarinnar Prís. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi og hefur yfir 20 ára reynslu af matvælamarkaði.
Bjarni hefur lokið BS-prófi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og rekstur auk þess að hafa lagt stund á nám í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Ráðning Bjarna markar tímamót í starfsemi félagsins, sem nú stefnir á mikla sókn. Til marks um þessa sókn bætti RVK Bruggfélag nýverið fjórum nýjum kjarnabjórum við vöruúrvalið. Hönnun og gæði vörunnar hafa vakið verðskuldaða athygli innanlands sem utan og hlutu dósirnar, sem voru hannaðar af Karlsson Wilker í New York t.a.m gullverðlaun FÍT fyrir hönnun.
Bjarni Þór Logason:
„Ég hef lengi verið aðdáandi bjóranna frá RVK Bruggfélagi og þekki því vel til félagsins, sem hefur verið þekkt fyrir að vera framsækið í vöruþróun. Þá er Tónabíó einstakur staður, þar sem gæði, stemning og metnaður mætast á einstakan hátt.
Það eru mörg spennandi verkefni framundan sem ég hlakka til að byrja á. Við erum stórhuga hér innanhúss, þannig að bjórunnendur eiga von á góðu á komandi misserum.“
Einar Örn Sigurdórsson stjórnarformaður RVK Bruggfélags:
„Verslun með bjór stendur á tímamótum, þar sem tilkoma netverslana og bein sala frá framleiðendum hefur skapað nýja sölumöguleika auk þess sem kröfur um aukið frelsi og afnám einkasölu hins opinbera verða stöðugt háværari.
Bjarni kemur til okkar með víðtæka þekkingu og reynslu af úr íslensku viðskiptalífi sem mun sannlega styrkja okkur í þessari þróun.“
RVK Bruggfélag var stofnað á bjórdaginn 2017 og hefur síðan þá gert yfir 200 tegundir bjóra, allt frá strangheiðarlegum ljósum lager yfir í 10% kanilsnúða stout. RVK Bruggfélag starfrækir í dag tvö brugghús í Skipholti með allri nýjustu tækni og gæðastýringu sem þarf til að tryggja að framleiðslan sé alltaf fyrsta flokks.
Árið 2024 voru svo tímamót í sögu RVK Bruggfélags með opnun Tónabíós en þar er nú rekinn staður með 22 krönum og er því sannkallaður draumaáfangastaður bjórunnenda.
Mynd: aðsend
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?






