Viðtöl, örfréttir & frumraun
Beint frá býli dagurinn haldinn í þriðja sinn
- 4.500 manns heimsóttu hátíðina í fyrra
Beint frá býli dagurinn verður haldinn í ár í þriðja sinn, sunnudaginn 24. ágúst nk, en viðburðurinn hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem fjölskylduvænn hátíðisdagur í íslenskri sveit. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl milli framleiðenda og neytenda og hvetja fleiri til að hasla sér völl á sviði smáframleiðslu matvæla.
Að deginum standa Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) og Beint frá býli (BFB). Félögin sameinuðu krafta sína árið 2022 og deila nú bæði framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra dagsins. Í SSFM/BFB eru nú 218 félagsmenn, þar af 57 prósent á lögbýlum, 22 prósent í þéttbýli á landsbyggðinni og 21 prósent á höfuðborgarsvæðinu.
Mikill gestastraumur mældist. Google Maps skráði “high traffic”
Beint frá býli dagurinn var fyrst haldinn árið 2023 í tilefni af 15 ára afmæli BFB. Viðtökurnar voru framar öllum væntingum og strax ákveðið að gera viðburðinn árlegan. Í fyrra var hann endurtekinn með enn meiri glæsibrag og mættu þá rúmlega 4.500 gestir samanlagt á sjö lögbýli víðs vegar um landið. Það var um 50 prósent aukning frá árinu áður. Traffíkin var slík að Google Maps skráði hálendisvegi og malarvegi sem “high traffic”.
Gestgjafarnir hafa bæði árin lagt sig fram við að gera daginn sem fjölbreyttastan og áhugaverðastan. Boðið hefur verið upp á markaði þar sem gestir gátu keypt matvæli beint frá framleiðendum, auk þess sem fólk naut samveru í sveitinni og kynntist starfinu að baki. Ánægja gesta hefur verið mikil og sala framleiðenda góð.
Landshlutasamtökin hafa átt stóran þátt í kynningarmálum og jafnframt verið helstu styrktaraðilar. Viðburðirnir hefðu ekki getað verið haldnir án stuðnings þeirra, þó styrkirnir hafi verið mismunandi að umfangi. Þeir aðilar sem veitt hafa þjónustu og vörur hafa jafnframt lagt sitt af mörkum með því að rukka lítið eða jafnvel ekkert sem hefur verið ómetanlegt.
Viðburðurinn í ár verður með svipuðu sniði og áður, enda hefur sú uppbygging reynst vel. Gestum er boðið að eiga dag í sveitinni, hitta smáframleiðendur, kynnast vörum þeirra og kaupa þær milliliðalaust, en um leið styrkja þeir íslenska matarmenningu og samfélög landsins.
Heimasíða: www.beintfrabyli.is
Myndir: Facebook /beintfrabyli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður








