Vertu memm

Keppni

Bein útsending hafin – Íslenski hópurinn biður að heilsa öllum

Birting:

þann

iba_keppni_16082013

Glæsilegur hópur

Nú er fyrsta kvöldið að ganga i garð á IBA ráðstefnunni sem haldin er á Hilton Prague hótelinu í Prag í Tékklandi sem byrjar á sameiginlegum kvöldverði alþjóðasamtaka barþjóna (IBA).  Á mótinu í ár eru 600 manns og um 120 keppendur frá 64 löndum sem keppa í ýmsum flokkum drykkja.

Alls eru átta manns frá Íslandi á ráðstefnunni, en þau eru:

– Guðmundur Sigtryggsson keppandi ásamt maka.
– Tómas Kristjánsson forseti BCI og maki.
– Margrét Gunnarsdóttir varaforseti BCI og maki.
– Agnar Fjeldsted keppandi, stjórnarmaður.
– Àrni Gunnarsson framreiðslumaður

Á morgun 17. ágúst keppir Agnar í sérstakri óáfengri kokteilkeppni og Guðmundur kemur til með að keppa á heimsmeistaramótinu sem fram fer á þriðjudaginn 20 ágúst næstkomandi.

Íslenski hópurinn skilar góðri kveðju til allra, áfram Ísland.

Hægt er að horfa á beina útsendingu með því að smella hér.

 

Mynd: Agnar Fjeldsted
/Smári
Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið