Smári Valtýr Sæbjörnsson
B&B keppni í kvöld – 28 barþjónar keppa
Minnum á Inspired by Björk & Birkir keppnina í kvöld klukkan 20:00 á Slippbarnum á Hótel Marína, B&B drykkir í boði.
28 barþjónar keppa
28 barþjónar hafa skráð sig til keppni sem haldin verður á Slippbarnum í kvöld kl. 20:00 í samstarfi við Barþjónaklúbb Íslands. Um er að ræða kokteilkeppni þar sem notast verður við íslensku drykkina Björk og Birkir. Hver keppandi má nota sex efnishluta í drykkina, mest 7 cl af áfengi og þar af þurfa að vera 3 cl af Björk eða Birki. Verðlaunin fyrir fyrsta sætið er meðal annars ferð til Prag og mun sigurvegarinn fyrir hönd Barþjónaklúbbs Íslands keppa í kokteilkeppni sem fer fram í borginni í vor.
Björk og Birkir eru áfengir drykkir framleiddir á Íslandi úr íslensku birki og birkisafa. Birkir er snarpur snafs og Björk er sætur líkjör, báðir drykkirnir eru með ríkjandi birkibragði. Í hverri flösku er grein af birkitré handtýnt úr Hallormsstaðaskógi. Foss Distillery var stofnað árið 2010 og að undangenginni vöruþróun voru fyrstu drykkirnir settir á markað 2011.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla