Smári Valtýr Sæbjörnsson
B&B keppni í kvöld – 28 barþjónar keppa
Minnum á Inspired by Björk & Birkir keppnina í kvöld klukkan 20:00 á Slippbarnum á Hótel Marína, B&B drykkir í boði.
28 barþjónar keppa
28 barþjónar hafa skráð sig til keppni sem haldin verður á Slippbarnum í kvöld kl. 20:00 í samstarfi við Barþjónaklúbb Íslands. Um er að ræða kokteilkeppni þar sem notast verður við íslensku drykkina Björk og Birkir. Hver keppandi má nota sex efnishluta í drykkina, mest 7 cl af áfengi og þar af þurfa að vera 3 cl af Björk eða Birki. Verðlaunin fyrir fyrsta sætið er meðal annars ferð til Prag og mun sigurvegarinn fyrir hönd Barþjónaklúbbs Íslands keppa í kokteilkeppni sem fer fram í borginni í vor.
Björk og Birkir eru áfengir drykkir framleiddir á Íslandi úr íslensku birki og birkisafa. Birkir er snarpur snafs og Björk er sætur líkjör, báðir drykkirnir eru með ríkjandi birkibragði. Í hverri flösku er grein af birkitré handtýnt úr Hallormsstaðaskógi. Foss Distillery var stofnað árið 2010 og að undangenginni vöruþróun voru fyrstu drykkirnir settir á markað 2011.
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?