Starfsmannavelta
Barr kaffihúsi hefur verið lokað
Nú er komið að kaflaskilum hjá Barr Kaffihúsi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri en því hefur verið formlega lokað og munu nýir rekstraraðilar taka við með vorinu.
„Við viljum þakka ykkur öllum fyrir viðskiptin á árinu og göngum frá borði með bros á vör. Takk kærlega fyrir okkur!“
segir í tilkynningu Barr.
Barr opnaði fyrir rúmlega átta mánuðum síðan og á undan þeim rekstri var veitingastaðurinn Eyrin sem var starfandi í um eitt ár.
Menningarfélag Akureyrar leitar að nýjum rekstraraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi.
Kröfur til rekstraraðila:
- Bjóða upp á hágæða veitingaþjónustu til gesta Hofs.
- Veitingaþjónusta á ráðstefnum, tónleikum,fundum og öðrum viðburðum sem fara fram í Hofi.
- Samstarf við Menningarfélag Akureyrar vegna viðburða í Hofi.
Umsækjendur skulu hafa reynslu af veitingarekstri og hafa sjálfbærni og gæði í fyrirrúmi í sínum rekstri. Í umsókninni eiga að koma fram hugmyndir og framtíðarsýn umsækjenda á veitingarekstur í Hofi ásamt tilboði í leigu á aðstöðunni.
Mynd: facebook / Barr Kaffihús

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum