Starfsmannavelta
Barr kaffihúsi hefur verið lokað
Nú er komið að kaflaskilum hjá Barr Kaffihúsi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri en því hefur verið formlega lokað og munu nýir rekstraraðilar taka við með vorinu.
„Við viljum þakka ykkur öllum fyrir viðskiptin á árinu og göngum frá borði með bros á vör. Takk kærlega fyrir okkur!“
segir í tilkynningu Barr.
Barr opnaði fyrir rúmlega átta mánuðum síðan og á undan þeim rekstri var veitingastaðurinn Eyrin sem var starfandi í um eitt ár.
Menningarfélag Akureyrar leitar að nýjum rekstraraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi.
Kröfur til rekstraraðila:
- Bjóða upp á hágæða veitingaþjónustu til gesta Hofs.
- Veitingaþjónusta á ráðstefnum, tónleikum,fundum og öðrum viðburðum sem fara fram í Hofi.
- Samstarf við Menningarfélag Akureyrar vegna viðburða í Hofi.
Umsækjendur skulu hafa reynslu af veitingarekstri og hafa sjálfbærni og gæði í fyrirrúmi í sínum rekstri. Í umsókninni eiga að koma fram hugmyndir og framtíðarsýn umsækjenda á veitingarekstur í Hofi ásamt tilboði í leigu á aðstöðunni.
Mynd: facebook / Barr Kaffihús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir1 dagur síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






