Starfsmannavelta
Barr kaffihúsi hefur verið lokað
Nú er komið að kaflaskilum hjá Barr Kaffihúsi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri en því hefur verið formlega lokað og munu nýir rekstraraðilar taka við með vorinu.
„Við viljum þakka ykkur öllum fyrir viðskiptin á árinu og göngum frá borði með bros á vör. Takk kærlega fyrir okkur!“
segir í tilkynningu Barr.
Barr opnaði fyrir rúmlega átta mánuðum síðan og á undan þeim rekstri var veitingastaðurinn Eyrin sem var starfandi í um eitt ár.
Menningarfélag Akureyrar leitar að nýjum rekstraraðila til að sjá um kaffihúsa- og veitingarekstur í Menningarhúsinu Hofi.
Kröfur til rekstraraðila:
- Bjóða upp á hágæða veitingaþjónustu til gesta Hofs.
- Veitingaþjónusta á ráðstefnum, tónleikum,fundum og öðrum viðburðum sem fara fram í Hofi.
- Samstarf við Menningarfélag Akureyrar vegna viðburða í Hofi.
Umsækjendur skulu hafa reynslu af veitingarekstri og hafa sjálfbærni og gæði í fyrirrúmi í sínum rekstri. Í umsókninni eiga að koma fram hugmyndir og framtíðarsýn umsækjenda á veitingarekstur í Hofi ásamt tilboði í leigu á aðstöðunni.
Mynd: facebook / Barr Kaffihús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s