Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bannað að kenna sig við konditori
Neytendastofa hefur bannað bakaríunum Okkar bakarí, Sveinsbakarí og Guðnabakarí að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að rekstraraðilar bakaríanna hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti. Sambandið hafi orðið vart við að bakaríin hafi um nokkurt skeið notað orðið „konditori“ í atvinnurekstri sínum, sem fyrirtækjunum sé óheimilt. Samkvæmt iðnaðarlögum þarf að ljúka námi í kökugerð til þess að mega nota starfsheitið.
Neytendastofa taldi að notkun á heitinu „konditori“ í markaðssetningu gæfi með augljósum hætti til kynna að sá sem einkenni sig með heitinu hafi tilskilin réttindi til að nota heitið. Neytendastofa tók því ákvörðun um að notkun þeirra á orðinu konditori væri villandi gagnvart neytendum.
Ákvarðanirnar má finna á vef Neytendastofu á eftirfarandi vefslóðum:
Notkun Guðnabakarís á orðinu „konditori“ –
Nánar
Notkun Sveinsbakarís á orðinu „konditori“ –
Nánar
Notkun Okkar bakarís á orðinu „konditori“ –
Nánar
Mynd: úr safni – Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
-
Markaðurinn4 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn3 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






