Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bannað að kenna sig við konditori

Birting:

þann

Konfekt

Neytendastofa hefur bannað bakaríunum Okkar bakarí, Sveinsbakarí og Guðnabakarí að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að rekstraraðilar bakaríanna hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti. Sambandið hafi orðið vart við að bakaríin hafi um nokkurt skeið notað orðið „konditori“ í atvinnurekstri sínum, sem fyrirtækjunum sé óheimilt. Samkvæmt iðnaðarlögum þarf að ljúka námi í kökugerð til þess að mega nota starfsheitið.

Neytendastofa taldi að notkun á heitinu „konditori“ í markaðssetningu gæfi með augljósum hætti til kynna að sá sem einkenni sig með heitinu hafi tilskilin réttindi til að nota heitið. Neytendastofa tók því ákvörðun um að notkun þeirra á orðinu konditori væri villandi gagnvart neytendum.

Ákvarðanirnar má finna á vef Neytendastofu á eftirfarandi vefslóðum:

Notkun Guðnabakarís á orðinu „konditori“ – pdf_icon Nánar

Notkun Sveinsbakarís á orðinu „konditori“ – pdf_icon Nánar

Notkun Okkar bakarís á orðinu „konditori“ – pdf_icon Nánar

 

Mynd: úr safni – Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið