Markaðurinn
Bako Ísberg gerir stóran samning við Landspítalann í Færeyjum
Í vikunni sem leið voru starfsmenn Bako Ísberg staddir í Færeyjum, nánar tiltekið í Þórshöfn ásamt aðilum frá ítalska fyrirtækinu Rational Production.
Tilgangur ferðarinnar var afhending og uppsetning á sérstökum hitavögnum sem eru sérhannaðir fyrir sjúkrahús og elliheimili. Vagnarnir eru svokallaðir „cook & chill“ vagnar, en sjúkrahúsið í Þórshöfn notar vagnana í þessu tilfelli sem „cook & serve“.
Þessir einstöku vagnar eru allir með „zero effort“ hjálparmótor við að keyra vagninn sem auðveldar alla tilfærslu á vögnunum.
Þeir sem þekkja til vita hvað svona vagnar geta sparað mikinn tíma og mannskap.
Í ferðinni voru vagnarnir afhentir, settir upp og tengdir, auk þess sem starfsmenn Bako Ísberg ásamt starfsmönnum Rational Productions voru með tækninámskeið fyrir tæknimenn spítalans og yfirmenn eldhússins
Bako Ísberg óskar Landsspítalanum í Þórshöfn í Færeyjum til hamingju með þessa einstöku vagna og þakkar frábært samstarf.
Hægt er að fá allar upplýsingar um þessa vagna með því að senda fyrirspurn á [email protected] eða í síma 5956200
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bako Ísbberg vinnur með vinum þeirra í Færeyjum en áður hefur fyrirtækið selt töluvert af Rational ofnum í gegnum fyrirtækið Elding.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi